Margrét Gísladóttir (Görðum við Kirkjubæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Margrét Gísladóttir, Görðum við Kirkjubæ, fæddist í Götu í Holtum, Rang. 20. nóvember 1822 og lést í Spanish Fork í Utah, Bandaríkjunum 14. júní 1914.
Foreldrar hennar voru Gísli Andrésson í Görðum við Kirkjubæ og fyrsta kona hans Sigríður Guðmundsdóttir.
Hún var hálfsystir, (samfeðra), Þorgerðar Gísladóttur, fyrri konu Sigurðar Sigurfinnssonar hreppstjóra.

Maður Margrétar var Samúel Bjarnason bóndi á Kirkjubæ, síðar prestur mormóna í Eyjum og að síðustu bóndi í Spanish Fork í Utah.
Barn í Eyjum:
Meðan þau bjuggu í Jónshúsi einuðust þau barn, Sigríði Samúelsdóttur 14. júlí 1850, sem dó 24. nóvember 1851 „af Barnaveikleika“.
Árið 1850 eru þau Margrét skráð í Jónshúsi, bæði 28 ára. Þar eru einnig Margrét Gísladóttir 53 ára, móðir Samúels, og maður hennar Guðmundur Guðmundsson 55 ára.

ctr


Hús og heimili Gísla Einarssonar bónda og dýralæknis í Spanish Fork í Utah um 1910. Hús þetta reisti Loftur Jónsson mormónaprestur frá Þorlaugargerði. Hér eru nokkrir Íslendingar. Lengst til vinstri situr Margrét Gísladóttir frá Görðum við Kirkjubæ, þá 88 ára. Hún var þá ekkja Samúels Bjarnasonar mormónaprests. Fyrir miðju situr Halldóra Árnadóttir síðari kona Lofts og henni á v. hönd situr Guðrún Jónsdóttir stjúpdóttir hennar. Fyrir aftan þær stendur Gísli Einarsson frá Hrífunesi. Hann kvæntist Halldóru Árnadóttur ekkju Lofts.


Margrét fór með manni sínum Samúel Bjarnasyni til Utah 1854, kom þangað 1855 og gerðist bóndi með honum. Hann lést 1890, en hún lifði til 1914.
Þau voru fyrstu íslensku hjónin, sem fluttust til Utah.
Yfir gröf hvors þeirra í Spanish Fork er minnisvarði með skrift: 1st Icelander 1855.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.