Margrét Gísladóttir (Jónshúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Margrét Gísladóttir húsfreyja á Vesturhúsum og í Jónshúsi fæddist 6. maí 1797 í Breiðabólsstaðarsókn í Fljótshlíð og lést 16. september 1860.
Faðir hennar var Gísli kvæntur bóndi frá Hólshúsum í Höfnum, f. 1750, d. 12. maí 1807, Kjartansson bónda í Vorsabæ í Ölfusi, f. 1719, Helgasonar.
Móðir Margrétar var Guðrún vinnukona, skírð 30. ágúst 1765, d. 27. apríl 1836, Hansdóttir bónda í Kotmúla í Fljótshlíð, f. 1730, d. 22. október 1791, Bergsteinssonar.

Margrét fermdist 14 ára 1811. Hún var vinnukona á Kirkjulæk í Fljótshlíð 1816, í Fljótsdal þar 1828, á Flókastöðum þar 1829.
Hún var komin til Eyja 1835, vinnukona á Miðhúsum með Samúel hjá sér.
1836 var hún bústýra á Búastöðum hjá Eyjólfi Þorbjörnssyni hreppstjóra.
1837 var hún bústýra þar, einnig 1838 og 1839, en þá var Samúel líka hjá henni. Þar var Þórður Bjarnason tökubarn á þessu skeiði og var líklega Þórður Sveinbjörnsson sonur hennar rangfeðraður.
1840 var hún vinnukona á Miðhúsum.

Þau Guðmundur giftu sig 29. október 1841 og bjuggu þá á Vesturhúsum.
Við skráningu 1845 var hún húsfreyja á Vesturhúsum með Guðmundi og fósturbarninu Halldóru Samúelsdóttur, f. 19. september 1844, en hún var barn Samúels sonar hennar og Halldóru Jónsdóttur, síðar húsfreyju á Steinsstöðum.
Margrét lést 1860 í Hvítingum úr taugaveiki.

I. Barnsfaðir Margrétar var Bjarni Jónsson bóndi á Strönd á Rangárvöllum, Helgusöndum og Efri-Kvíhólma undir Eyjafjöllum, f. 21. febrúar 1799, d. 25. apríl 1877. Hann var sonur Jóns Jónssonar, síðar bónda í Háagarði.
Barn þeirra var
1. Samúel Bjarnason bóndi í Görðum við Kirkjubæ, mormónaprestur, f. 22. apríl 1823, d. 16. ágúst 1890 í Spanish Fork, Utah.

II. Barnsfaðir Margrétar að tveim börnum var Sveinbjörn Árnason vinnumaður í Fljótshlíð, f. 1795, d. 1. febrúar 1839.
Börn þeirra voru:
2. Þórður Sveinbjörnsson vinnumaður, f. 4. júní 1828 í Fljótsdal í Fljótshlíð, hrapaði ofan af húsi og dó af því 2. febrúar 1860.
3. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, f. 23. september 1829 á Flókastöðum í Fljótshlíð, d. 3. október 1829.

III. Maður Margrétar, (29. október 1841), var Guðmundur Guðmundsson sjómaður á Vesturhúsum, f. um 1795 í Sigluvíkursókn, Rang.
Hún var síðari kona hans.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.