Margrét Marta Jónsdóttir Johnsen

From Heimaslóð
(Redirected from Margrét Marta Jónsdóttir)
Jump to navigation Jump to search
Margrét

Margrét Marta Jónsdóttir Johnsen frá Suðurgarði fæddist 5. mars 1895 og lést 15. maí 1948. Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson og Ingibjörg Jónsdóttir.

Maður hennar var Árni J. Johnsen. Eignuðust þau 6 börn, Svölu húsfreyju í Suðurgarði, Ingibjörgu kaupkonu, Áslaugu hjúkrunarkonu og trúboða, Gísla sjómann, Hlöðver bankafulltrúa og Sigfús sem var kennari og formaður ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Margrét lést eftir 30 ára sambúð þeirra, 53 ára gömul.


Heimildir

Frekari umfjöllun

Margrét Marta Jónsdóttir Johnsen húsfreyja og kaupkona í Suðurgarði fæddist 5. mars 1895 á Kirkjulandi í A-Landeyjum og lést 5. maí 1948.
Faðir hennar var Jón bóndi á Kirkjulandi og Hallgeirsey, en flutti til Eyja 1903 og bjó í Svaðkoti, síðar Suðurgarði, f. 2. september 1868 á Voðmúlastöðum þar, d. í Eyjum 23. maí 1946, Guðmundsson bónda, hreppstjóra og hreppsnefndarmanns á Voðmúlastöðum, f. 26. október 1833 á Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð, d. 1. nóvember 1898 í Hallgeirsey, Guðmundssonar bónda á Torfastöðum, f. 7. janúar 1801, drukknaði 4. janúar 1833, og konu Guðmundar á Torfastöðim, Vigdísar húsfreyju, f. 19. nóvember 1800 á Lambalæk, d. 31. janúar 1868, Jónsdóttur.
Móðir Jóns í Suðurgarði og kona Guðmundar hreppstjóra á Voðmúlastöðum var Margrét húsfreyja eldri, f. 7. febrúar 1834, d. 5. ágúst 1874, Jónsdóttir bónda og hreppstjóra á Önundarstöðum í A-Landeyjum, f. 1798 á Kirkjulandi, skírður 9. júní þ.á., d. 6. október 1861 á Önundarstöðum, Þorsteinssonar, og konu Jóns (30. júní 1821) Guðrúnar húsfreyju, f. 12. mars 1795 á Efri-Úlfsstöðum í A-landeyjum, d. 8. júlí 1876 í Rimakoti, Jónsdóttur.

Móðir Margrétar í Suðurgarði og kona Jóns var Ingibjörg húsfreyja, f. 20. janúar 1866 í Hallgeirsey, d. 20. mars 1953 í Eyjum, Jónsdóttir bónda og formanns, hreppsnefndarmanns og oddvita í Hallgeirsey, f. 9. október 1835 á Syðri-Úfsstöðum, drukknaði með 14 skipverjum sínum, er bátur þeirra Bæringur fórst við Eyjar 25. mars 1893, Brandssonar bónda lengst á Syðri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum, f. 1798 á Gaddstöðum á Rangárvöllum, d. 7. janúar 1865 á Syðri-Úlfsstöðum, Eiríkssonar, og konu Brands Eiríkssonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 10. nóvember 1794 á Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum, d. 23. október 1870 á Syðri-Úlfsstöðum, Jónsdóttur.
Móðir Ingibjargar í Suðurgarði og kona Jóns Brandssonar var Guðrún húsfreyja, f. 30. nóvember 1832 í Drangshlíð undir Eyjafjöllum, d. 1913, jarðsett 9. mars, Bergsdóttir vinnumanns í Drangshlið, f. 13. febrúar 1811, Daníelssonar og barnsmóður Bergs, Steinvarar, síðar húsfreyju í Dölum og Hallgeirsey, konu Jóns bónda Gíslasonar, fædd 1800, skírð 9. mars þ.á. í Strandarhjáleigu í V-Landeyjum, d. 21. september 1882 í Hallgeirsey.

Ingibjörg í Suðurgarði var systir:
1. Steinvarar Guðrúnar húsfreyju í Nýjabæ, f. 5. janúar 1868, d. 6. febrúar 1942, konu Jónasar bónda í Nýjabæ Helgasonar.
2. Guðrúnar Guðnýjar ráðskonu, síðar á Suðurnesjum, f. 10. janúar 1873, d. 9. september 1957.
3. Jóns öryrkja, f. 28. maí 1878, d. 13. ágúst 1930 í Nýjabæ.

Maður Margrétar Mörtu var Árni H. Johnsen kaupmaður frá Frydendal, f. 13. október 1892, d. 15. apríl 1963.
Þau Árni bjuggu m.a. í Frydendal, Árdal og Suðurgarði.
Margrét rak Blómabúðina Happó í Dagsbrún og var þar einnig með umboð fyrir Happdrætti Háskólans og matsölu í Árdal, áður en hún fluttist að Suðurgarði.
Hún tók mikinn þátt í tónlistarlífi í Eyjum um árabil, söng m.a. í Kirkjukórnum og Vestmannakórnum. Maður Margrétar í Suðurgarði var Árni J. Johnsen kaupmaður, f. 13. október 1892, d. 15. apríl 1963. Margrét var fyrri kona hans.
Börn þeirra Margrétar og Árna:
1. Gísli, fæddur 18. október 1916 í Frydendal, d. 8. janúar 1964.
2. Svala, fædd 19. október 1917 í Frydendal, d. 16. janúar 1995.
3. Jón Hlöðver, fæddur 11. febrúar 1919 í Frydendal, d. 10. júlí 1997.
4. Ingibjörg, fædd 1. júlí 1922 í Höjdalshúsi, d. 21. júlí 2006.
5. Áslaug Johnsen, f. 10. júní 1927 í Stakkholti, d. 25. mars 1986.
6. Sigfús, fæddur 25. nóvember 1930 í Árdal, d. 2. nóvember 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.



Myndir