Pálína Pálsdóttir (Löndum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Katrín Unadóttir og Pálína dóttir hennar.

Pálína Kristjana Guðleif Pálsdóttir frá Löndum, húsfreyja fæddist þar 4. september 1918 og lést 7. janúar 1972.
Foreldrar hennar voru Páll Einarsson frá Nýjabæ u. Eyjafjöllum, sjómaður, f. 22. júlí 1888, drukknaði 3. mars 1918, og sambýliskona hans Katrín Unadóttir frá Hólakoti u. Eyjafjöllum, verkakona, sjókona, f. 13. september 1878, d. 8. ágúst 1950.

Faðir Pálínu drukknaði áður en hún fæddist. Hún var með móður sinni á Löndum 1918 og 1920, á Búlandi 1922, Grímsstöðum 1923 og enn 1925, og stund á Laugalandi.
Katrín réðst í húsbyggingu með Magnúsi Magnússyni netagerðarmeistara. Þau byggðu húsið við Vestmannabraut 76 og þar bjuggu mæðgurnar frá 1927 og enn 1940 og með Haraldi manni Pálínu 1945 og 1949.
Katrín móðir Pálínu lést 1950.
Pálína gekk í Gagnfræðaskólann 1932-1934.
Þau Haraldur giftu sig 1942, eignuðust þrjú börn, bjuggu á Vestmannabraut 76.
Þau fluttust til Keflavíkur 1952 vegna starfa Haraldar þar.
Pálína lést 1972.

I. Maður Pálínu, (23. maí 1942), var Haraldur Guðjónsson frá Skaftafelli, f. 12. desember 1920, d. 23. nóvember 1993.
Börn þeirra:
1. Dóra Lydia Haraldsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. maí 1943 í Eyjum. Maður Árni Arinbjarnarson.
2. Páll Haraldsson hnykklæknir (kiropraktor) í Danmörku, f. 12. desember 1947 í Eyjum. Barnsmóðir hans Asta Solklar Johannesen. Kona Páls Lisbeth Knudsen.
3. Haraldur Haraldsson flugþjónn í Danmörku, f. 17. apríl 1962.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.