Ritverk Árna Árnasonar/Finnur Sigurðsson (Jómsborg)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kynning.

Finnur Sigurðsson frá Snotru í Landeyjum, vinnumaður í Jómsborg, fæddist 28. mars 1869.
Faðir Finns var Sigurður bóndi í Snotru í Landeyjum 1861-1902, f. 30. júlí 1830, d. 20. maí 1907, Ólafsson bónda í Múlakoti í Fljótshlíð, f. 1776, drukknaði 17. nóvember 1846, Árnasonar bónda í Múlakoti, f. 1728, d. 2. september 1804, Jónssonar, og seinni konu Árna, Þorbjargar húsfreyju, f. 1742, d. 2. ágúst 1821, Ólafsdóttur.
Móðir Sigurðar í Snotru og kona Ólafs í Múlakoti var Þórunn „yngri“ húsfreyja, f. 1790, d. 14. janúar 1856, Þorsteinsdóttir bónda á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, f. 1746, d. 9. júlí 1834, Eyjólfssonar, og fyrstu konu Þorsteins á Vatnsskarðshólum, Karítasar húsfreyju, f. 1752, d. 1800, Jónsdóttur klausturhaldara á Reynistað í Skagafirði Vigfússonar, og konu Jóns, Þórunnar húsfreyju Hannesdóttur Scheving, síðar konu Jóns eldklerks Steingrímssonar.

Móðir Finns var Guðrún húsfreyja, f. 25. júní 1837, d. 21. ágúst 1913, Þorsteinsdóttir bónda í Hlíðarendakoti, f. 16. júlí 1797, d. 22. febrúar 1872, Einarssonar bónda í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum, f. 1766 í Þykkvabæ í Landbroti, V-Skaft., d. 2. ágúst 1853 í Hallgeirsey, Þorsteinssonar og konu Einars, Guðlaugar húsfreyju, f. 1771, d. 20. október 1834, Eiríksdóttur.
Móðir Guðrúnar og seinni kona Þorsteins í Hlíðarendakoti var Helga húsfreyja, f. 8. apríl 1796, d. 28. janúar 1872, Erlingsdóttir bónda í Hlíðarendakoti, f. 1772, d. 11. mars 1820, Guðmundssonar, og konu hans, Önnu Maríu húsfreyju, f. 1776, d. 11. september 1836, Jónsdóttur.

Finnur var eins árs með foreldrum sínum á Snotru í A-Landeyjum 1870, 11 ára tökubarn á Bakka þar 1880. Hann var 21 árs sjómaður í Litlu-Kothúsum í Útskálasókn á Reykjanesi 1890.
Finnur fluttist til Kanada og var þar smiður.

Meðal systkina Finns voru:
1. Ólafur Sigurðsson á Landagötu 18, Hólnum, f. 24. febrúar 1865, d. 30. janúar 1946. Kona hans var Aðalheiður Jónsdóttir húsfreyja, f. 12. október 1873, d. 24. ágúst 1933. Meðal barna þeirra voru Kjartan Ólafsson kennari og Óskar Ólafsson pípulagningameistari.
2. Þorsteinn Sigurðsson í Breiðholti, sjómaður, síðar bóndi í Snotru og Selshjáleigu í A-Landeyjum, en kom aftur til Eyja og stundaði verkamannastörf, f. 11. september 1861, d. 13. desember 1953. Kona hans var Margrét Guðmundsdóttir frá Voðmúlastaða-Austurhjáleigu í Landeyjum, f. 9. maí 1886, d. 28. september 1913.
Dóttir þeirra var Þórunn Þorsteinsdóttir deildarstjóri hjúkrunar á Kvennadeild Landspítalns, f. 9. febrúar 1910, d. 18. mars 1973, ógift.
3. Sigurður Sigurðsson vinnumaður í Sjólyst, f. 28. júlí 1867, d. 26. ágúst 1893.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Finnur var vinnumaður í Jómsborg hjá Engilbert Engilbertssyni bróður Gísla kaupmanns og fór á hans vegum til fugla í Álsey. Faðir Finns var Sigurður Ólafsson í Múlakoti í Fljótshlíð Árnason frá Deild Jónssonar frá Heylæk Ásgrímssonar komin af séra Pétri Gissurarsyni í Eyjum. Móðir Finns var Guðrún Þorsteinsdóttir, Einarssonar og var hún hálfsystir Erlings Pálssonar á Sámsstöðum.
Finnur var, sem þeir bræður allir, lágur vexti, en þrekinn, snar og léttur á sér, seigur til allrar vinnu og þolinn. Hann var vel gefinn að gáfum eins og þeir bræður allir. Ekki var Finnur mikill lundaveiðimaður en fullur áhuga og ágætur félagi. Taldi aldrei eftir sér snúninga fyrir félaga sína og var vel liðinn.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson. Prentsmiðjan Oddi H.F.
  • Manntöl.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.