Rut Ágústsdóttir (Ásavegi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Rut Ágústsdóttir, húsfreyja, stuðningsfulltrúi fæddist 21. desember 1962 í Eyjum.
Foreldrar hennar Ágúst Pálmar Óskarsson, vélstjóri, f. 12. desember 1939, og kona hans Oddfríður Jóna Guðjónsdóttir, húsfreyja, skólaliði, f. 22. maí 1942.

Þau Jakob Jónatan giftu sig 1987, eignuðust þrjú börn og Jakob átti eitt barn áður. Þau bjuggu við Sólhlíð 5 1986, búa við Hólagötu 19.

I. Maður Rutar, (13. júní 1987), er Jakob Jónatan Möller, verkstjóri, f. 7. janúar 1953 í Rvk.
Börn þeirra:
1. Olga Möller, tanntæknir í Hfirði, f. 29. janúar 1988 í Eyjum. Maður hennar Ólafur Daði Helgason.
2. Marta Möller starfsmaður í Hraunbúðum, f. 29. maí 1990. Sambúðarmaður hennar Todor Hristov frá Búlgaríu.
3. Pálmar Möller, vinnur í löndunargengi í Eyjum, f. 4. júlí 1992.
Barn Jakobs:
1. Guðrún Ágústa Möller, húsvörður í Hamarsskóla, f. 10. desember 1967.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íbúaskrá.
  • Íslendingabók.
  • Rut.
  • Valdaætt. Niðjatal Valda Ketilssonar bónda á Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum og k.h. Katrínar Þórðardóttur. Magnea Árnadóttir. Handrit 1992.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.