Sigfinnur Árnason

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigfinnur Árnason frá Borgum í Norðfirði fæddist 10. maí 1890, drukknaði í fiskiróðri 2. ágúst 1913.
Foreldrar hans voru Árni Finnbogason bóndi og smiður á Borgum, f. 28. febrúar 1857, d. 27. júní 1921, og kona hans Guðlaug Torfadóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1863, d. 18. janúar 1932.

Bræður Sigfinns voru:
1. Valdimar Árnason sjómaður, formaður, verkamaður, f. 13. júlí 1885, d. 4. ágúst 1965.
2. Karl Árnason fyrri maður Vigdísar Hjartardóttur, f. 13. október 1888, d. 22. janúar 1922. Þau voru foreldrar Kristínar konu Arnmundar Óskars Þorbjörnssonar netagerðarmanns frá Reynifelli.
3. Erlendur Árnason sjómaður, vélstjóri, f. 24. janúar 1895, drukknaði 16. febrúar 1923.

Sigfinnur var með foreldrum sínum á Borgum (Búlandsborg) í Norðfirði í æsku, og enn 1910.
Hann fluttist frá Norðfirði að Hnausum 1911. Þau Júlía bjuggu þar í byrjun árs við fæðingu Óskars, bjuggu í Bræðraborg, er þau giftu sig í apríl og Júlía ól Sigurbjörn í lok ársins hjá Margréti systur sinni á Hnausum.
Þau voru leigjendur á Hnausum 1912.
Sigfinnur drukknaði í fiskiróðri 2. ágúst 1913.
Drengirnir fóru í fóstur, Óskar til Norðfjarðar 1914 og Sigurbjörn að Grund u. Eyjafjöllum 1914.

I. Kona Sigfinns, (23. apríl 1911), var Júlía Sigurðardóttir húsfreyja, síðar í Dvergasteini, f. 7. júlí 1886 í Holtssókn u. Eyjafjöllum, d. 22. júlí 1979.
Börn þeirra:
1. Óskar Sigfinnsson vélstjóri, skipstjóri í Neskaupstað og Reykjavík, lagerstjóri, f. 17. janúar 1911, d. 1. nóvember 2003.
2. Sigurbjörn Sigfinnsson sjómaður, skipstjóri í Eyjum, f. 9. desember 1911, d. 22. september 1979.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.