Sigurður Ármann Guðmundsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigurður Ármann Guðmundsson.

Sigurður Ármann Guðmundsson húsasmíðameistari fæddist 3. janúar 1927 í Höfða við Hásteinsveg 21 og lést 5. júní 2005.
Foreldrar hans voru Guðmundur Böðvarsson húsasmíðameistari frá Þorleifsstöðum á Rangárvöllum, f. 15. ágúst 1894, d. 19. október 1964, og kona hans Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Sjónarhóli á Stokkseyri, húsfreyja, f. 24. júlí 1896, d. 13. júní 1970.

Börn Sigurbjargar og Guðmundar:
1. Sigurður Ármann Guðmundsson húsasmíðameistari, f. 3. janúar 1927, d. 5. júní 2005.
2. Jónas Guðmundsson byggingameistari, síðar bankastarfsmaður, f. 21. desember 1928, d. 14. mars 1998. Kona hans Ursula Marie Helene Guðmundsson.

Sigurður var með foreldrum sínum.
Hann lærði húsasmíði hjá föður sínum, varð sveinn 1953 og meistari 1956.
Hann vann við iðn sína alla starfsævi sína, fyrst í Eyjum, síðan í Reykjavík, lengst hjá Skipasmíðastöðinni Stálvík í Garðabæ Síðustu starfsárin vann hann mest fyrir vini og vandamenn.
Sigurður var virkur í starfi K.F.U.M. og lagði reglulega fram fé til hjálparstarfs kirkjunnar við barna- og mannréttindastarf á Indlandi, styrkti reglulega börn þar til náms. Sigurður var ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.