Sigurbjörg Sigurðardóttir (Hásteinsvegi 8)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðrar sem hafa borið nafnið „Sigurbjörg Sigurðardóttir


Sigurbjörg

Sigurbjörg Sigurðardóttir fæddist 24. júlí 1896 og lést 13. júní 1970.
Eiginmaður hennar var Guðmundur Böðvarsson og bjuggu þau á Hásteinsvegi 8.

Frekari umfjöllun

Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Sjónarhóli á Stokkseyri, húsfreyja, fæddist 24. júli 1896 á Háfshóli í Djúpárhreppi, Rang. og lést 13. júní 1970.
Foreldrar hennar voru Sigurður Magnússon útvegsbóndi, f. 15. júlí 1873 í Háfssókn, Rang., d. 23. maí 1953, og kona hans Sólveig Helgadóttir, f. 13. apríl 1873 í Háfssókn, d. 14. apríl 1961.

Sigurbjörg var með foreldrum sínum í æsku og enn 1920.
Hún flutti til Eyja 1924.
Þau Guðmundur giftu sig 1926, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Hásteinsveg 8.
Guðmundur lést 1964 og Sigurbjörg 1970.

I. Maður Sigurbjargar, (1926), var Guðmundur Böðvarsson frá Þorleifsstöðum á Rangárvöllum, húsasmíðameistari, f. 15. ágúst 1894, d. 19. október 1964.
Börn þeirra:
1. Sigurður Ármann Guðmundsson húsasmiður, f. 3. janúar 1927, d. 5. júní 2005. Hann bjó síðast í Kríuhólum 4 í Reykjavík.
2. Jónas Guðmundsson byggingameistari, f, 21. desember 1928, d. 14. mars 1998. Kona hans Ursula Marie Helene Guðmundsson.

Myndir


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.