Sigurður Ólafsson (Kalmanstjörn)
Sigurður Ólafsson sjómaður, vélstjóri fæddist 21. september 1936 í Hraungerði í Akraneshreppi. Hann var vélstjóri til sjós, á fiskibátum, síðan smyrjari á flutningaskpi í Noregi og síðan 2. vélstjóri á Foldenfjord, norsku flutningaskipi.
Foreldrar hans Ólafur Sigurðsson sjómaður, verkamaður, f. 8. maí 1905, d. 28. apríl 1986, og kona hans Sigrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1905, d. 20. júní 1984.
Börn Sigrúnar og Ólafs:
1. Haukur Lindberg Bjarnason, f. 30. ágúst 1930 á Kletti í Vindhælishreppi, d. 13. febrúar 1945. Hann var fósturbarn hjónanna. Foreldrar hans Bjarni Theodór Guðmundsson og Ingibjörg Sigurðardóttir Kletti í Kálfhamarsvík á Skaga, A-Hún.
2. Sigurður Ólafsson sjómaður, vélstjóri, f. 21. september 1936 í Hraungerði í Akraneshreppi. Kona hans var Anna Jóna Guðmundsdóttir, látin.
3. Ástmar Guðmundur Ólafsson auglýsingateiknari, f. 16. júlí 1938 á Hvassafelli, ókvæntur.
4. Bragi Ingiberg Ólafsson umdæmisstjóri Flugleiða í Eyjum, bæjarfulltrúi, f. 16. desember 1939 á Mosfelli. Fyrri kona hans Ingibjörg Ásta Blomsterberg, látin. Síðari kona hans Laufey Bjarnadóttir.
5. Margrét Ólafsdóttir verkakona, f. 23. ágúst 1941 á Mosfelli, d. 31. janúar 1964, ógift.
6. Hugrún Lindberg Ólafsdóttir húsfreyja, verkakona, starfsmaður á Hrafnistu í Hafnarfirði, f. 5. janúar 1948 á Kalmanstjörn. Maður hennar Skúli Bjarnason, látinn.
Þau Anna Jóna giftu sig, eignuðust ekki börn.
Sigurður býr í Kópavogi.
I. Kona Sigurðar var Anna Jóna Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 5. október 1931, d. 23. janúar 2015. Foreldrar hennar Guðmundur Jósafatsson, f. 4. október 1899, d. 14. janúar 1974, og Hólmfríður Jónasdóttir, f. 12. sepember 1903, d. 18. nóvember 1995.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Sigurður.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.