Sigrún Guðmundsdóttir (Kalmanstjörn)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigrún Guðmundsdóttir frá Krókaseli í Vindhælishreppi, A-Hún., húsfreyja á Kalmanstjörn fæddist 4. júlí 1905 og lést 20. júní 1984.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Kristjánsson bóndi í Krókaseli og Hvammkoti, f. 10. október 1872 á Skeggjastöðum þar, d. 19. febrúar 1942, og kona hans María Eiríksdóttir húsfreyja, f. 7. desember 1872 á Harastöðum þar, d. 19. september 1931.

Sigrún var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Hvammkoti 1910 og 1920, var lausakona í Hvammkoti 1930.
Hún var bústýra Ólafs í Hraungerði á Akranesi 1936.
Þau voru komin til Eyja 1937, bjuggu á Hvassafelli, bjuggu á Mosfelli 1939 og 1941, en voru komin á Kalmanstjörn í lok árs og þar bjuggu þau til Goss 1973.
Þau Ólafur bjuggu síðast á Heiðvangi 18 í Hafnarfirði.
Sigrún lést 1984 og Ólafur 1986.

Maður Sigrúnar, (11. maí 1936), var Ólafur Sigurðsson frá Vindási í Hvolhreppi, verkamaður, f. 8. maí 1905 á Stóra-Hofi á Rangárvöllum, d. 28. apríl 1986.
Börn þeirra:
1. Haukur Lindberg Ólafsson, f. 30. ágúst 1930 á Kletti í Vindhælishreppi, d. 13. febrúar 1945. Hann var fósturbarn hjónanna. Foreldrar hans Bjarni Theodór Guðmundsson og Ingibjörg Sigurðardóttir Kletti í Kálfhamarsvík á Skaga, A-Hún.
2. Sigurður Ólafsson sjómaður, vélstjóri, verkamaður, f. 21. september 1936 í Hraungerði í Akraneshreppi. Kona hans var Anna Jóna Guðmundsdóttir, látin.
3. Ástmar Guðmundur Ólafsson auglýsingateiknari, f. 16. júlí 1938 á Hvassafelli, ókvæntur.
4. Bragi Ingiberg Ólafsson umdæmisstjóri Flugleiða í Eyjum, bæjarfulltrúi, f. 16. desember 1939 á Mosfelli. Fyrri kona hans Ingibjörg Ásta Blomsterberg, látin. Síðari kona hans Laufey Bjarnadóttir.
5. Margrét Ólafsdóttir verkakona, f. 23. ágúst 1941 á Mosfelli, d. 31. janúar 1964, ógift.
6. Hugrún Lindberg Ólafsdóttir húsfreyja, verkakona, starfsmaður á Hrafnistu í Hafnarfirði, f. 5. janúar 1948 á Kalmanstjörn. Maður hennar Skúli Bjarnason, látinn.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.