Sigurður Þór Hafsteinsson
Sigurður Þór Hafsteinsson stýrimaður, skipstjóri fæddist 30. október 1963.
Foreldrar hans Hafsteinn Már Sigurðsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 18. maí 1940, d. 30. mars 2007, og kona hans Ásta Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, fdiskiðnaðarkona, starfsmaður Hraunbúða, f. 5. janúar 1940, d. 22. júlí 2016.
Börn Ástu og Hafsteins:
1. Sigurður Þór Hafsteinsson stýrimaður, skipstjóri, f. 30. október 1963. Fyrrum kona hans Anna Friðrika Guðjónsdóttir frá Siglufirði. Kona hans Auður Karlsdóttir af Seltjarnarnesi.
2. Sædís Hafsteinsdóttir bjó í Reykjavík, en síðar í Eyjum, f. 11. september 1965, dd. 25. júní 2016. Barnsfaðir hennar Ólafur Jón Daníelsson. Sambúðarmaður hennar Vilberg Kristinn Kjartansson.
3. Einar Oddberg Hafsteinsson bakarameistari í Reykjavík, lagerstjóri hjá Myllunni, f. 4. október 1967. Kona hans Rut Hlíðdal Júlíusdóttir.
Fósturdóttir hjónanna, dóttir Sædísar er
4. Hafdís Ósk Ólafsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1983. Sambúðarmaður hennar Birgir Þór Sigurjónsson. Þau reka Vigtina, sem er bakarí og kaffisala í Eyjum.
Þau Anna Friðrika giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Auður giftu sig, eignuðust tvö börn.
I. Fyrrum kona Sigurðar Þórs er Anna Friðrika Guðjónsdóttir frá Siglufirði, f. 26. júlí 1965. Foreldrar hennar Guðjón Jóhannsson, f. 2. júlí 1943, og Valgerður Halldórsdóttir, f. 6. mars 1947.
Börn þeirra:
1. Ásta Rut Önnudóttir, f. 1. október 1985.
2. Vala Dögg Friðrikudóttir, f. 10. febrúar 1988.
II. Kona Sigurðar Þórs er Auður Karlsdóttir af Seltjarnarnesi, húsfreyja, leikskólakennari, f. 4. janúar 1963.
Börn þeirra:
3. Ólöf Halla Sigurðardóttir, f. 2. apríl 1995.
4. Jóhanna Helga Sigurðardóttir, f. 17. febrúar 1998.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minningar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.