Sigurður Þorsteinsson (Nýjabæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigurður Jón Þorsteinsson.

Sigurður Jón Þorsteinsson fæddist 2. febrúar 1888 á Ísafirði og lést 23. nóvember 1970 í Vestmannaeyjum. Sigurður bjó í Nýjabæ sína tíð í Vestmannaeyjum.

Kona hans var Jóhanna Jónasdóttir húsfreyja í Nýjabæ, f. 29. október 1898, d. 23. mars 1955.

Sigurður byrjaði sjómennsku ungur en til Vestmannaeyja kom hann árið 1922. Hann hóf formennsku árið 1925 á Kára I. Síðar var Sigurður með Glað, Hjálpara og Auði allt til ársins 1938.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Faðir Sigurðar í Nýjabæ var Þorsteinn formaður á Ísafirði, hjá foreldrum í Ytri-Tungu í Staðarsveit 1850, f. 14. maí 1849 í Staðastaðarsókn á Snæfellsnesi, d. 25. mars 1936, Þorsteinssonar bónda í Ytri-Tungu þar 1845, f. 1817, d. 1862, Þorgilssonar, bónda í Hagaseli þar 1835, f. 1797, Þorgilssonar og konu Þorgils í Hagaseli, Sigríðar húsfreyju Þorsteinsdóttur, f. 1787, d. 17. nóvember 1837, Jónssonar.
Móðir Þorsteins á Ísafirði og kona Þorsteins í Ytri-Tungu var Helga húsfreyja þar, f. 6. október 1821, d. 27. ágúst 1857, Þorsteinsdóttir bónda í Staðastaðarsókn, f. 16. febrúar 1798, d. 10. ágúst 1863, Þórðarsonar „stóra“ Jónssonar og konu Þorsteins Þóðarsonar, Hildar Bjarnadóttur frá Kleifárvöllum í Hnapp., húsfreyju, f. 15. janúar 1794, d. 29. maí 1866.
Móðir Sigurðar í Nýjabæ og kona Þorsteins var Elísabet húsfreyja í Tangagötu á Ísafirði 1910, f. 13. júní 1860, d. 30. ágúst 1926, Jakobsdóttir bónda í Skarði í Snæfjallasókn, f. um 1828, d. 17. júní 1869, Þorsteinssonar bónda í Unaðsdal við þar 1845, f. 1804 í Ögursókn, d. 27. ágúst 1882, Halldórssonar, og konu Þorsteins í Unaðsdal, Guðrúnar húsfreyju, f. 1802, d. 3. júlí 1862, Sigurðardóttur.
Móðir Elísabetar á Tangagötu og kona Jakobs í Skarði var Guðrún húsfreyja, f. 2. janúar 1828, fór ekkja til Vesturheims 1890, d. 2. janúar 1899, Hjaltadóttir prests að Stað í Grunnavík og síðar á Stað í Súgandafirði, afburða skipsstjórnanda, f. 26. apríl 1798, d. 25. maí 1876, Þorlákssonar og fyrri konu sr. Hjalta (5. september 1826), Rakelar húsfreyju, f. um 1801, d. 26. ágúst 1846, Þorsteinsdóttur.

Kona Sigurðar í Nýjabæ var Jóhanna Jónasdóttir húsfreyja í Nýjabæ, f. 29. október 1898, d. 23. mars 1955.

Börn Sigurðar og Jóhönnu voru:
1. Elísabet Steinvör, f. 3. júlí 1924, d. 25. febrúar 2013.
2. Kristín Jónasína, f. 2. september 1925, d. 6. maí 2013.
3. Marta Sigríður, f. 22. janúar 1927.
4. Helga Sigríður, f. 10. nóvember 1929, d. 14. apríl 2022.
5. Geirþrúður, f. 30. mars 1935.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


Myndir