Sigurður Einarsson (Stakkholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Einarsson frá Götu í Holtahreppi, Rang., verkamaður, vélgæslumaður fæddist 17. janúar 1964.
Foreldrar hans Einar Brynjólfsson bóndi, f. 18. desember 1937 í Hafnarfirði, og kona hans Sigrún Ingólfsdóttir frá Götu, húsfreyja, f. 11. október 1938.

Þau Guðný Svava giftu sig, eiga tvö börn og Sigurður er kjörfaðir þriggja barna hennar. Þau búa í Stakkholti við Vestmannabraut 49.

I. Kona Sigurðar er Guðný Svava Gísladóttir yngri frá Stakkholti, f. 4. apríl 1962.
Börn þeirra:
1. Gísli Birgir Sigurðsson, f. 1. júlí 1980.
2. Kristín Sjöfn Sigurðardóttir, f. 15. janúar 1987.
3. Sigrún Ella Sigurðardóttir, f. 13. júlí 1989.
4. Dagbjört Lena Sigurðardóttir, f. 9. febrúar 2000.
5. Trausti Mar Sigurðsson, f. 18. desember 2002.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.