Sigurður Grétar Benónýsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurður Grétar Benónýsson hárgreiðslumeistari fæddist 14. febrúar 1950.
Foreldrar hans voru Benóný Friðriksson skipstjóri, f. 7. janúar 1904, d. 12. maí 1972, og kona hans Katrín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 26. maí 1909, d. 28. júní 1979.

Börn Katrínar og Benónýs:
1. Sævar Benónýsson sjómaður, skipstjóri, f. 11. febrúar 1931 í Árdal, d. 15. janúar 1982.
2. Jóna Sigríður Benónýsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1935 í Jómsborg, d. 20. júlí 1984 í Keflavík.
3. Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir húsfreyja, f. 15. apríl 1937 í Jómsborg.
4. Oddný Jóhanna Benónýsdóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1939 í Jómsborg, d. 28. júlí 1995.
5. Friðrik Gissur Benónýsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 14. nóvember 1941 í Stafnesi.
6. Benóný Benónýsson útgerðarmaður, stýrimaður, skipstjóri, f. 29. desember 1947 í Sóleyjarhlíð við Hásteinsveg 45.
7. Sigurður Grétar Benónýsson hárgreiðslumeistari, f. 14. febrúar 1950 í Sóleyjarhlíð við Hásteinsveg 45. Hann býr í Hafnarfirði.
8. Svanhildur Guðrún Benónýsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 28. október 1951 í Sóleyjarhlíð við Hásteinsveg 45, d. 4. júlí 2019. Hún bjó í Keflavík.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði hárgreiðslu hjá Ásthildi Sigurðardóttur hárgreiðslumeistara í Eyjum, varð sveinn 1972 og öðlaðist meistararéttindi 1974.
Sigurður hefur unnið við iðn sína, í Eyjum og í Reykjavík.
Þau Arnþrúður Rannveig giftu sig 1973 á Spáni, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu við Faxastíg 47 1972, síðar í Hafnarfirði.

I. Kona Sigurðar, (8. september 1973), er Arnþrúður Rannveig Jósefsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 28. apríl 1950. Foreldrar hennar Jósef Reynis arkitekt, f. 11. ágúst 1925, d. 4. apríl 2018, og Matthildur Zophoníasdóttir, f. 22. nóvember 1928.
Barn þeirra:
1. Viktor Davíð Sigurðsson lífefnafræðingur, læknir í Reykjavík, f. 19. febrúar 1974 í Reykjavík. Fyrrum kona hans Hildur Sigurðardóttir. Kona hans Auður Björk Aradóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.