Svanhildur Guðrún Benónýsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Svanhildur Guðrún Benónýsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, verslunarmaður fæddist 28. október 1951 í Sóleyjarhlíð við Hásteinsveg 45 og lést 4. júlí 2019.
Foreldrar hans voru Benóný Friðriksson skipstjóri, f. 7. janúar 1904, d. 12. maí 1972, og kona hans Katrín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 26. maí 1909, d. 28. júní 1979.

Börn Katrínar og Benónýs:
1. Sævar Benónýsson sjómaður, skipstjóri, f. 11. febrúar 1931 í Árdal, d. 15. janúar 1982.
2. Jóna Sigríður Benónýsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1935 í Jómsborg, d. 20. júlí 1984 í Keflavík.
3. Sjöfn Kolbrún Benónýsdóttir húsfreyja, f. 15. apríl 1937 í Jómsborg.
4. Oddný Jóhanna Benónýsdóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1939 í Jómsborg, d. 28. júlí 1995.
5. Friðrik Gissur Benónýsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 14. nóvember 1941 í Stafnesi.
6. Benóný Benónýsson útgerðarmaður, stýrimaður, skipstjóri, f. 29. desember 1947 í Sóleyjarhlíð við Hásteinsveg 45.
7. Sigurður Grétar Benónýsson hárgreiðslumeistari, f. 14. febrúar 1950 í Sóleyjarhlíð við Hásteinsveg 45. Hann býr í Reykjavík.
8. Svanhildur Guðrún Benónýsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 28. október 1951 í Sóleyjarhlíð við Hásteinsveg 45, d. 4. júlí 2019. Hún bjó í Keflavík.

Svanhildur var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við fiskiðnað, síðar vann hún hjá Ragnarsbakaríi og í Messanum á Keflavíkurflugvelli.
Svanhildur eignaðist Halldór Grétar með Guðmundi 1969, flutti til Reykjavíkur í Gosinu 1973 og fljótlega til Keflavíkur.
Þau Emil Páll giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu.
Svanhildur lést 2019.

I. Barnsfaðir Svanhildar er Guðmundur Guðmundsson sölumaður hjá BL bílasölu, rak síðar bílapartasölu, f. 12. október 1950.
Barn þeirra:
1. Halldór Grétar Guðmundsson, rekur ræstingafyrirtæki í Keflavík, f. 12. september 1969 í Eyjum. Kona hans Inga Rut Ingvarsdóttir.

II. Maður Svanhildar, (skildu), er Emil Páll Jónsson blaðamaður, f. 10. mars 1949. Foreldrar hans voru Jón Bjarnmundur Pálsson, f. 4. apríl 1909, d. 20. febrúar 2002 og Helga Egilsdóttir, f. 25. október 1916, d. 19. ágúst 2006.
Barn þeirra:
1. Helga Katrín Emilsdóttir þjónustustjóri í Keflavík, f. 14. október 1984 í Keflavík. Maður hennar Guðbrandur Þór Bjarnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.