Sigurður Ingi Ólafsson (Stapa)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigurður Ingi Ólafsson.

Sigurður Ingi Ólafsson rafvirki fæddist 23. febrúar 1956 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Ólafur Ragnar Sigurðsson frá Vatnsdal, sjómaður, vélstjóri, lögreglumaður, lögregluvarðstjóri, f. 3. mars 1931, og kona hans Elín Albertsdóttir frá Engidal, húsfreyja, sjúkrahússstarfsmaður, skólafulltrúi, f. 27. október 1933, d. 19. ágúst 2015.

Börn Elínar og Ólafs:
1. Sigurður Ólafsson, f. 20. október 1952, d. 26. janúar 1955.
2. Sigurður Ingi Ólafsson rafvirki, skipstjóri, f. 23. febrúar 1956. Kona hans Aðalheiður Hafsteinsdóttir.
3. Svanhvít Ólafsdóttir húsfreyja, læknaritari í Reykjavík, f. 22. júlí 1957. Maður hennar Jóhann Baldursson.
4. Guðjón Ólafsson rafeindavirki í Reykjavík, f. 2. júní 1965. Fyrrum kona hans Sigríður Pálína Færseth.

Sigurður var með foreldrum sínum á Stapa.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1972 og lærði einn vetur í 5. bekk, sem var framhaldsdeild þar. Sigurður lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1979. Hann lærði til skipstjórnar í Stýrimannaskólanum í Eyjum, lauk 1. og 2. stigi 1989.
Sigurður vann lítið í iðn sinni, varð skipstjóri, m.a. á Faxa RE í 10 ár, á Álsey VE í 5 ár og á Heimaey VE í 10 ár.
Þau Aðalheiður giftu sig 1988, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Fífilgötu 2, síðar Höfðavegi 36.

I. Kona Sigurðar Inga, (9. nóvember 1988), er Aðalheiður Hafsteinsdóttir frá Bólstað, húsfreyja, starfsmaður leikskóla, f. 15. janúar 1959.
Börn þeirra:
1. Írís Sigurðardóttir yngri, býr í Noregi, er umsjónarmaður fasteigna hjá fyrirtæki þar, f. 19. maí 1981.
2. Sara Sigurðardóttir stjórnmálafræðingur, með MA-próf frá Tokyo, vinnur hjá Origo, f. 4. nóvember 1988. Fyrrum sambúðarmaður hennar Kristinn Óli Kristbjörnsson.
3. Ólafur Sigurðsson, f. 9. febrúar 1992. Hann er rafeindavirki, vinnur hjá Radíómiðun. Sambúðarkona hans Stefanía Aradóttir Andersen.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
  • Sigurður Ingi.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.