Sigurður Norðfjörð (Sólheimum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jón Sigurður Pétur Noðfjörð Sigurðsson.

Jón Sigurður Pétur Norðfjörð Sigurðsson frá Mjóafirði eystra, verkamaður, sjómaður fæddist 22. júní 1894 og lést 6. október 1969.
Foreldrar hans voru Sigurður Pétur Jónsson Norðfjörð skósmiður í Reykjavík, sjómaður, beykir á Kolableikseyri 1890, f. 23. desember 1860, d. 18. mars 1894, drukknaði við Eyjar, og Sigurlín Bjarnadóttir húsfreyja á Kolableikseyri í Mjóafirði, ekkja á Sólheimum 1910, f. 4. nóvember 1864 á Norðfirði, d. 7. júlí 1916.

Systir Sigurðar í Eyjum var
1. Vilhelmína Sigurðardóttir vinnukona í Hlíðarási, síðar húsfreyja á Akureyri, f. 10. október 1887, d. 10. febrúar 1982.

Sigurður fæddist að föður sínum látnum. Hann var með ekkjunni móður sinni í Mjóafirði næstu árin og fluttist með henni til Eyja 1903. Þau voru í Framnesi 1907, í Garðhúsum 1908 og 1909, á Sólheimum 1910, í Haga 1913, á Melstað 1914 og 1915 og móðir hans dó þar 1916.
Hann eignaðist Ársól Svövu með Kristínu Magnúsínu í janúar 1917 og fluttist til Reykjavíkur á því ári.
Hann kvæntist Þuríði Guðrúnu 1917 og eignaðist með henni eitt barn. Þau skildu.
Sigurður eignaðist barn með Guðrúnu Björgu 1934.
Leiðir Sigurðar lágu aftur til Eyja, þar sem hann vann við fiskverkun. Einnig var hann togarasjómaður.
Hann fluttist til Neskaupstaðar og lést þar 1969.

I. Barnsmóðir Sigurðar var Kristín Pétursdóttir frá Þorlaugargerði, síðar lausakona í Götu, f. 6. ágúst 1879, d. 10. október 1924.
Barn þeirra var
1. Ársól Svafa Sigurðardóttir, f. 29. janúar 1917 á Látrum, síðast á Hrafnistu, d. 21. janúar 1995.
II. Kona Sigurðar, (31. maí 1917, skildu), var Þuríður Guðrún Þórðardóttir, f. 24. júní 1895, d. 6. desember 1942.
Barn þeirra:
2. Ásta Sigurlín Jónsdóttir Norðfjörð, f. 30. júní 1917, bjó í Kaupmannahöfn, d. 14. desember 1994.
III. Barnsmóðir Sigurðar var Guðrún Björg Sigurðardóttir, f. 19. mars 1897, d. 2. mars 1938.
Barn þeirra:
3. Grétar Sigurðsson Norðfjörð lögregluvarðstjóri, knattspyrnudómari, f. 5. febrúar 1934, d. 29. júlí 2002. Kona hans var Jóhanna Runólfsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.