Sigurgeir Jóhannsson (matreiðslumeistari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ólafur Runólfsson og Sigurgeir Jóhannsson.

Sigurgeir Jóhannsson frá Litlu-Fagurlyst við Urðaveg 19, sjómaður, matreiðslumaður, matreiðslukennari fæddist 14. maí 1927 og lést 11. júní 2008.
Foreldrar hans voru Jóhann Stígur Þorsteinsson frá Brekkum í Mýrdal, pakkhúsmaður, verkamaður, ljósmyndari, f. 3. september 1897, d. 17. ágúst 1970, og kona hans Kristín Filippía Guðmundsdóttir frá Ketilsstöðum í Mýrdal, húsfreyja, f. 30. september 1903, d. 14. ágúst 1990.

Börn Kristínar og Jóhanns Stígs:
1. Sigurgeir Jóhannsson sjómaður, matreiðslumeistari, f. 14. maí 1927, d. 11. júní 2018. Kona hans Sigríður Guðmundsdóttir, látin.
2. Ásdís Jóhannsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 27. maí 1933. Maður hennar Ingi Vignir Jónasson, látinn.
3. Fríða Dóra Jóhannsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, veitingakona, f. 18. mars 1939, d. 28. maí 2022. Maður hennar Gunnlaugur Axelsson, látinn.

Sigurgeir var með foreldrum sínum.
Hann lærði matreiðslu.
Sigurgeir stundaði sjómennsku, var matsveinn. Hann kenndi á matreiðslunámskeiði í Stýrimannaskólanum í Eyjum. Á Gostímanum 1973 matreiddi hann fyrir björgunarmenn.
Þau Sigríður hófu búskap 1951, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Litlu-Fagurlyst við Urðaveg 18, síðan við Boðaslóð 19, fluttu til Hafnarfjarðar 1990.
Þau bjuggu síðast í Fannborg 8 í Kópavogi.

I. Kona Sigurgeirs, (20. október 1951), var Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, ritari, f. 20. ágúst 1931 í Reykjavík, d. 14. nóvember 2008.
Börn þeirra:
1. Ólafur Sævar Sigurgeirsson kennari, innkaupastjóri, f. 10. febrúar 1952 á Landspítalanum.
2. Kristín Sigurgeirsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur, f. 21. febrúar 1957 í Eyjum.
3. Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1966 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.