Elsa Einarsdóttir (Viðey)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Elsa Einarsdóttir.
Sigurður og Elsa.

Elsa Guðjóna Einarsdóttir húsfreyja og verkakona frá Viðey fæddist 30. janúar 1936 á Fáskrúðsfirði og lést 26. febrúar 2009 í Kópavogi.
Foreldrar hennar voru Einar Björnsson formaður á Fáskrúðsfirði, síðar sjómaður í Eyjum, f. 14. ágúst 1894, drukknaði 12. janúar 1941, og kona hans Sigurlaug Guðmundsdóttir húsfreyja og verkakona í Viðey, f. 11. september 1895, d. 14. febrúar 1980.

Systkini Elsu í Eyjum:
1. Sigurbjörn Guðlaugur Einarsson sjómaður, f. 2. desember 1919, d. 22. september 1966.
2. Alfreð Einarsson verkamaður, f. 6. desember 1921, d. 1. október 2013.
3. Erla Einarsdóttir húsfreyja, f. 17. desember 1927.
4. Stefán Einarsson verkamaður, f. 6. júlí 1931, d. 12. febrúar 1980.

Móðursystkini Elsu voru:
1. Páll Jóhannes Guðmundsson, f. 29. janúar 1898, d. 1. maí 1955.
2. Guðný Petra Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 18. febrúar 1900, d. 30. desember 1976.
3. Friðjón Guðmundsson, f. 17. apríl 1909, d. 10. janúar 1981.
Fósturbörn Snjólaugar og Guðmundar:
4. Kristín Stefánsdóttir, f. 13. júlí 1916, d. 16. maí 2001.
5. Snjólaug Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 15. desember 1910, d. 25. mars 1973. Hún var síðast búsett á Akureyri.

Elsa fluttist með foreldrum sínum til Eyja 1939. Hún missti föður sinn, er hún var tæpra 5 ára og ólst síðan upp með móður sinni og systkinum.
Auk þess að annast heimili þeirra Sigurðar vann hún við fiskiðnað bæði í Hraðfrystistöðinni og Vinnslustöðinni.
Þau Sigurður bjuggu í fyrstu á Vesturvegi 32, en byggðu hús í Austurhlíð 5 og bjuggu þar til Goss. Húsið fór undir hraun.
Sigurður vann við hjálparstörf í Eyjum á gostímanum, en Elsa sá um heimilið í Reykjavík. Þau fluttu aftur til Eyja haustið eftir gos. Hófu þau byggingu íbúðarhúss við Bröttugötu 35, fluttu í það 1975. Skrúðgarður þeirra við húsið þótti einkar fallegur og fékk verðlaun sem slíkur. Þau bjuggu á Bröttugötu til ársins 1999, er þau fluttu til Kópavogs. Þar bjuggu þau síðan og þar bjó Sigurður.
Hann lést 2024.

Maður Elsu, (25. desember 1957), var Sigurður Guðmundsson húsasmíðameistari og tónlistarmaður frá Háeyri, f. 17. maí 1931, d. 28. ágúst 2024.
Börn þeirra hér:
1. Elísabet Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og húsfreyja, f. 26. október 1953. Maður hennar Jón Ólafur Karlsson.
2. Einar Hermann Sigurðsson veitingamaður í Bandaríkjunum, f. 3. júní 1959. Kona hans Ursula Sigurðsson.
3. Árni Sigurðsson tölvufræðingur í Bandaríkjunum, f. 22. maí 1965. Kona hans Andrea Sigurðsson.
4. Jónína Sigurðardóttir iðjuþjálfi og húsfreyja, f. 27. október 1975. Maður hennar Guðmundur T. Axelsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heima er bezt. – Þjóðlegt og fróðlegt. 11. tbl. 61 árg. Umgerð ehf. Reykjavík 2011.
  • Íslendingabók.is.
  • Niðjatal Guðmundar og Snjólaugar. Samantekt: Hallgrímur G. Njálsson, Hólagötu 15 Vestmannaeyjum. Júní 1995.
  • Sigurður Guðmundsson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.