Sigurlaug Sigurðardóttir (Langa-Hvammi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigurlaug Sigurðardóttir.

Sigurlaug Sigurðardóttir frá Langa-Hvammi, húsfreyja fæddist þar 8. september 1913 og lést 26. september 2007 á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sverrisson frá Ytri-Sólheimum í Mýrdal, trésmíðameistari, f. 10. júní 1872, d. 16. nóvember 1957, og kona hans Sesselja Guðmundsdóttir frá Skeið í Hvolhreppi, Rang., f. 8. maí 1884, d. 10. mars 1975.

Börn Sesselju og Sigurðar:
1. Sigurlaug Sigurðardóttir, húsfreyja, f. 8. september 1913 í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, d. 26. september 2007 í Reykjavík. Maður hennar var Gunnar Pétur Lárusson.
2. Jón Sigurðsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 23. júní 1915, d. 19. október 1981.
3. Kristín Sigurðardóttir, f. 16. febrúar 1917, d. 6. mars 2006.
4. Guðmundur Sigurðsson, f. 12. september 1918, d. 2. janúar 1974.

Sigurlaug var með foreldrum sínum í æsku, í Langa-Hvammi, á Melstað við Faxastíg 8b og í Hjarðarholti við Vestmannabraut 69 og flutti með þeim til Reykjavíkur 1932.
Hún vann ýmis störf, var kaupakona í sveit á sumrin, afgreiddi í kjötbúð, var í vist, en lengst vann hún í ullarverksmiðjunni Framtíðinni.
Hún eignaðist barn með Gísla Jóhanni 1934.
Þau Gunnar giftu sig 1959, eignuðust ekki börn saman. Þau bjuggu á Guðrúnargötu 9 í Reykjavík.

I. Barnsfaðir Sigurlaugar var Gísli Jóhann Jónsson úr Gaulverjabæ, f. 25. maí 1910, d. 8. apríl 1941.
Barn þeirra:
1. Sigurður Pálmar Gíslason íþróttakennari, viðskiptafræðingur, eigandi Hagvís, f. 18. apríl 1934, d. 27. apríl 2022. Fyrrum kona hans Rósa Sigríður Lúðvíksdóttir. Kona hans Kristín Eiríksdóttir.

II. Maður Sigurlaugar, (9. ágúst 1959), var Gunnar Pétur Lárusson frá Mið-Hvammi í Dýrafirði, sjómaður, farmaður, netagerðarmaður, fisksali, f. 16. september 1907, d. 19. febrúar 1994. Foreldrar hans voru Lárus Ágúst Einarsson bóndi, rennismiður, f. 10. ágúst 1871, d. 19. september 1957, og kona hans Guðrún Helga Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 4. nóvember 1869, d. 12. júlí 1968.
Þau voru barnlaus saman.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.