Sparisjóður Vestmannaeyja

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
„Efling Sparisjóðsins er efling einstaklingsins í Vestmannaeyjum til mannsæmandi lífs.
Barátta Sparisjóðsins fyrir bættum kjörum Eyjabúa er um leið eins konar sjálfstæðisbarátta þeirra, losar þá undan fjárhagslegu áhrifavaldi annars staðar frá. Þar er þeirra eigið fé, þeirra eigið afl, til þeirra hluta sem gera skal og nauðsyn krefst, að framkvæmdir verði, ef Eyjabúum skal farnast vel.“ (Sparisjóður Vestmannaeyja 50 ára. bls. 8)

Þannig komst Þorsteinn Þ. Víglundsson að orði þegar hann rifjaði upp tilgang og starfsemi Sparisjóðs Vestmannaeyja í fyrstu. Hann var frumkvöðull að stofnun Sparisjóðsins.

Upphafið

Sá dagur sem menn halda upp á sem stofnunardag Sparisjóðs Vestmannaeyja er 3. desember 1942. Þann dag staðfesti Stjórnarráð Íslands samþykktir fyrir Sparisjóð Vestmannaeyja. Reyndar var starfræktur hér sparisjóður á árunum 1893-1920 en engin bein tengsl eru á milli þessa stofnanna.

Hinn 31. október 1942 komu 30 menn saman um stofnun Sparisjóðsins. Þá voru samþykktir undirritaðar og eru þær í 5 köflum og alls 40 greinar. Fjalla samþykktirnar um stofnun, nafn, ábyrgð, stjórn sjóðsins, innlögn í sjóðinn, inn- og útborgun, vexti, vaxtagreiðslur, reikninga sjóðsins og endurskoðun sjóðsins.

Fyrsta stjórn Sparisjóðsins var kosin 10. janúar 1943. Ábyrgðarmenn sjóðsins kusu Þorstein Víglundsson, Kjartan Ólafsson og Helga Benediktsson. Bæjarráð tilnefndi Guðlaug Gíslason og Karl Guðjónsson í stjórnina. Þessi fundur var haldinn í húsinu Breiðablik og hófst að fullu undirbúningur starfseminnar eftir fundinn. Margt þurfti að gera, prenta þurfti sparisjóðsbækur, ávísanahefti og gera annað sem þurfti nauðsynlega að gera. Fyrsti fundur stjórnarinnar var 3. febrúar og í aprílmánuði hófust innlagnir í sjóðinn. Þá komst starfsemin í gír og ekki leið á löngu þar til fyrsta beiðnin um lánveitingu kom.

Sparisjóðurinn varð mjög fljótlega fastur í sessi og sáu Vestmannaeyingar hag sinn í að skipta við Sparisjóðinn.

Mikið var lagt upp úr því að gera hlutina rétt og sáu því alltaf tveir starfsmenn um greiðslur úr sjóðnum og kapp lagt á að gera hlutina markvisst og hratt. Þetta skilaði sér í trausti bæjarbúa til sjóðsins.

Fyrstu átta starfsmenn Sparisjóðsins voru kennarar að aðalstarfi og unnu því aðeins í hlutastarfi við sjóðinn. Þeir voru:

Húsnæðismál

Fyrsta aðsetur Sparisjóðsins var í húsinu Reynir við Bárustíg og var það frá stofnun sjóðsins til ársins 1945. Þaðan færðist starfsemin á Skólaveg 4 (Straumur) og var þar til húsa frá 1945 til 1951. Í húsinu Gefjun við Strandveg 42 frá 1951 til 1956. Næst síðasti aððkomustaður áður en Sparisjóðurinn komst í varanlegt húsnæði var við Vestmannabraut 38 og var sjóðurinn þar frá 1956 til 1962. Frá árinu 1962 hefur Sparisjóðurinn verið í stórri byggingu við Bárugata 15 og með hverju árinu hefur húsnæðið verið aðlagað betur og betur að þörfum viðskiptavina og starfsemi sjóðsins.

Í Heimaeyjargosið|eldgosinu 1973 hafði Sparisjóðurinn aðsetur í Seðlabankanum frá janúar og fram í september sama ár.

Sparisjóðurinn á seinni árum

Allt bókhald og færslur var unnið handvirkt fram til ársins 1976 en þá tók vélabókhaldið við, sem var stórt stökk upp á við. Hlutirnir fóru þó ekki að gersast fyrr en tölvurnar komu inn í málið. Árið 1981 hófst tölvuvæðing Sparisjóðsins og frá þeim tíma hefur tölvukerfið orðið fullkomnara og fullkomnara með hverju árinu. Nú er orðið svo að nánast öll starfsemi fer fram í kringum tölvurnar og er illt í efni þegar tölvukerfið bilar eða dettur út.

Starfsemi Sparisjóðsins hefur aukist með hverju árinu og nú síðast var stofnað útibú í Hveragerði og áður var útibú stofnað á Selfossi.

Stjórn Sparisjóðssins

Stjórn Sparisjóðsins skipa fimm menn, þrír eru valdir af ábyrgðarmönnum Sparisjóðsins og tveir af Bæjarstjórn Vestmannaeyja.


Stjórnarformenn:


Sparisjóðsstjórar:


Stjórnarmenn:

Kosnir af ábyrgðarmönnum


Kosnir af bæjarstjórn


Tenglar

<meta:creator>Daníel Steingrímsson</meta:creator>