Stefán Guðmundur Erlendsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Stefán Guðmundur Erlendsson verkamaður, síðar Vestanhafs, fæddist 1. september 1857 og lést líklega í Vesturheimi.
Foreldrar hans voru Erlendur Ingjaldsson bóndi á Kirkjubæ og kona hans Ingigerður Þorsteinsdóttir húsfreyja.

Stefán Guðmundur var niðursetningur í Nöjsomhed 1860, síðar á Ofanleiti.
Hann var húsbóndi á Uppsölum 1890 með konu sinni Björgu Sveinsdóttur 35 ára og dóttur hennar Valgerði Hansdóttur (síðar Kristjánsdóttir) 9 ára. Við skráningu 1901 var hann húsbóndi í Hreppshúsi á Seyðisfirði, sagður kvæntur, en Björg var ekki með honum þar. Hún var þá hjá ekkjunni dóttur sinni, Valgerði Kristjánsdóttur 20 ára, í Svartahúsi á Seyðisfirði.
Björg fór til Vesturheims 1902 frá Seyðisfirði, 41 árs, ásamt Valgerði og tveim börnum hennar. Stefán fór þaðan Vestur 1903 undir nafninu Guðmundur Erlendsson lausamaður, 46 ára.

I. Kona Stefáns Guðmundar var, (17. maí 1884), Björg Sveinsdóttir frá Háagarði, f. 11. mars 1882, fluttist til Vesturheims 1902.
Barn Bjargar og fósturbarn Stefáns Guðmundar var
1. Valgerður Kristjánsdóttir, f. 15. apríl 1881, d. 19. desember 1959.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.