Steinunn Brynjúlfsdóttir (lífeindafræðingur)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Steinunn Brynjúlfsdóttir.

Steinunn Brynjúlfsdóttir frá Breiðholti, húsfreyja, lífeindafræðingur fæddist þar 30. september 1948 og lést 19. ágúst 2008.
Foreldrar hennar voru Brynjúlfur Jónatansson rafvirkjameistari, f. 23. júní 1924 og kona hans Lilja Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1922, d. 4. september 2008.

Börn Lilju og Brynjúlfs:
1. Steinunn Brynjúlfsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur, sálfræðingur, f. 30. september 1948, d. 19. ágúst 2008. Maður hennar Halldór Guðbjarnason.
2. Ragnheiður Brynjúlfsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, skrifstofustjóri, f. 22. febrúar 1952, d. 4. júlí 2011. Maður hennar Smári Eyfjörð Grímsson.
3. Hjálmar Brynjúlfsson rafvirkjameistari, rafverktaki, f. 22. mars 1953. Kona hans Margrét Ásælsdóttir.
4. Jónatan Brynjúlfsson rafvirkjameistari, f. 11. mars 1954, d. 17. mars 1984. Fyrri kona hans Árný Sigríður Baldvinsdóttir, látin. Síðari kona hans Heiða TH. Kristjánsdóttir.
5. Anna Brynjúlfsdóttir móttökuritari, f. 13. júlí 1955.
6. Rúnar Páll Brynjúlfsson kvikmyndasýningastjóri, tæknimaður hjá Valitor, f. 9. ágúst 1958. Kona hans Edda S. Jóhannsdóttir.
7. Brynhildur Brynjúlfsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 10. janúar 1960. Maður hennar Ástþór Rafn Pálsson.
Fósturdóttir hjónanna er
8. Steinunn Jónatansdóttir hjúkrunarfræðingur, við framhaldsnám í Kanada, f. 20. september 1973. Hún er dóttir Jónatans Brynjúlfssonar og konu hans Árnýjar Sigríðar Baldvinsdóttur húsfreyju, f. 29. nóvember 1955, d. 19. maí 1979.

Steinunn var með foreldrum sínum í æsku. Hún lauk landsprófi frá Gagnfræðaskólanum, nam við Menntaskólann á Akureyri og var stúdent þaðan 1967. Fyrstu árin á eftir kenndi hún m.a. við Gagnfræðaskólann í Eyjum og Barnaskóla Austurbæjar, auk þess sem hún vann skrifstofustörf í þessum skólum.
Hún nam sálfræði við Háskóla Íslands 1971 til 1974.
Vorið 1975 flutti fjölskyldan frá Reykjavík til Eyja og bjó á Illugagötu 41. Steinunn starfaði m.a. í útibúi Útvegsbankans og í fyrirtæki föður síns, Neista s.f.
Árið 1981 flutti fjölskyldan í Garðabæ og 1982 hóf Steinunn nám í meinatækni, (lífeindafræði) við Tækniskólann. Eftir útskrift 1985 sérhæfði hún sig í krabbameinsrannsóknum hjá prófessor Gunnlaugi Geirssyni lækni og vann við þær hjá Krabbameinsfélagi Íslands um árabil, auk starfa fyrir Rannsóknarstofu Háskóla Íslands.
Árið 1994 aðstoðaði hún Gunnlaug Geirsson við stofnun Frumurannsóknarstofunnar í Glæsibæ og vann þar síðan við krabbameinsleit.
Þau Halldór giftu sig 1968. Þau eignuðust tvö börn og gerðu Brynjúlf son Jónatans bróður Steinunnar að kjörbarni sínu, þegar móðir hans lést 1979. Steinunn lést 2008. Halldór býr í Garðabæ.

I. Maður Steinunnar, (1. júní 1968), var Halldór Guðbjarnason fyrrv. bankastjóri, forstjóri VISA Íslands, f. 20. október 1946 á Ísafirði.
Börn þeirra:
1. Lilja Dóra Halldórsdóttir húsfreyja, lögfræðingur, MBA, forstjóri, f. 4. desember 1967. Maður hennar er Jónas Fr. Jónsson.
2. Elín Dóra Halldórsdóttir húsfreyja, BA-sálfræðingur, MSc í fjármálum fyrirtækja, viðskiptastjóri, f. 12. desember 1975. Maður hennar er Atli Knútsson.
Kjörbarn hjónanna:
3. Brynjúlfur Jónatansson íþróttafræðingur, verslunarmaður, leiðsögumaður, f. 1. janúar 1977. Hann er sonur Jónatans Brynjúlfssonar rafvirkjameistara og konu hans Árnýjar Sigríðar Baldvinsdóttur húsfreyja, f. 29. nóvember 1955, d. 19. maí 1979.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.