Svana Theodórsdóttir

From Heimaslóð
(Redirected from Svana Theódórsdóttir)
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Svana Theodórsdóttir ráðskona fæddist 3. október 1922 í Hlíð og lést 16. apríl 1994.
Foreldrar hennar voru Theodór Árnason frá Hurðarbaki í Flóa, járnsmiður, f. 10. apríl 1897, d. 6. ágúst 1972, og kona hans Þuríður Skúladóttir frá Keldum á Rangárvöllum, húsfreyja, f. 17. nóvember 1897, d. 28. mars 1997.

Börn Þuríðar og Theodórs:
2. Guðrún Svana Theodórsdóttir, f. 3. október 1922, d. 16. apríl 1994.
3. Skúli Theódórsson, f. 24. september 1925, d. 7. janúar 2004.
4. Ásta Theódórsdóttir, f. 28. ágúst 1929, d. 12. mars 2002.

Svana var með foreldrum sínum, í Hlíð, á Nýlendu og við Hásteinsveg, var oft í sveit á sumrum hjá móðurforeldrum sínum á Keldum á Rangárvöllum.
Hún lauk annars bekkjar prófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1938 og lauk námi í húsmæðraskóla.
Svana var ráðskona hjá dr. Guðrúnu P. Helgadóttur kennara og Jóni Jóhannessyni prófessor við Aragötu í Reykjavík.
Hún lést 1994.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.