Svea María Normann

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Svea María Normann húsfreyja fæddist 23. nóvember 1917 á Ísafirði og lést 26. júní 1994 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Sven Normann vegaverkfræðingur frá Svíþjóð, þá ekkill, f. 28. maí 1871, og sambýliskona hans Vilborg Jakobsdóttir húsfreyja, f. 22. júní 1893, d. 12. maí 1946.
Fósturforeldrar Sveu frá fimm ára aldri voru Hallgrímur Kristjánsson á Grímsstöðum við Hjalteyri, bóndi, sjómaður, f. 15. ágúst 1875, d. 20. nóvember 1960, og kona hans Margrét Árnadóttir húsfreyja, f. 13. apríl 1886, d. 18. október 1964.

Svea var komin á Grímsstaði 1920, varð fósturbarn hjónanna.
Hún fluttist til Akureyrar 14 ára til saumanáms, varð vinnukona hjá Oddi Thorarensen lyfsala.
Hún réðst til Eyja vinnukona hjá Páli Þorbjörnssyni skipstjóra, síðar forstjóra og Bjarnheiði Guðmundsdóttur og síðan hjá Sigurjóni Sigurbjörnssyni tollverði, síðar sölustjóra í Gefjun og Ingibjörgu Hjálmarsdóttur.
Þau Bergsteinn giftu sig 1938, eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra sólarhringsgamalt, og ólu upp eitt sonarbarn. Þau bjuggu á Múla í fyrstu, í Litlabæ um skeið, þá í Gefjun við Strandveg 42, en síðan á Múla. Við Gosið 1973 fluttust þau í Kópavog og áttu heimili á Reynigrund 51 til dánardægurs.
Svea lést í Eyjum 1994. Bergsteinn lést 1996.

I. Maður Sveu, (17. desember 1938), var Bergsteinn Jónasson hafnarvörður, hafnarstjóri, yfirverkstjóri, f. 17. desember 1912 á Múla, d. 2. júní 1996.
Börn þeirra:
1. Kjartan Þór Bergsteinsson, f. 15. september 1938 á Múla. Fyrri kona hans Ingibjörg Jóhanna Andersen. Síðari kona hans er Arndís Egilson.
2. Margrét Halla Bergsteinsdóttir, f. 9. október 1941 á Múla, d. 22. september 2012. Maður hennar var Sigurgeir Lindberg Sigurjónsson.
3. Stúlka, f. 28. ágúst 1945 í Litlabæ, d. 29. ágúst 1945.
4. Jónas Kristinn Bergsteinsson, f. 24. ágúst 1948 í Litlabæ. Kona hans er Þórhildur Óskarsdóttir.
5. Vilborg Bettý Bergsteinsdóttir, f. 7. desember 1950 í Gefjun, ógift.
Fósturdóttir þeirra, dóttir Kjartans sonar þeirra og Ingibjargar Andersen:
6. Kristín Kjartansdóttir, f. 23. október 1957 að Hásteinsvegi 27. Fyrrum maður hennar Guðmundur Elmar Guðmundsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.