Jónas Kristinn Bergsteinsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jónas Kristinn Bergsteinsson.

Jónas Kristinn Bergsteinsson frá Múla, rafvirkjameistari fæddist 24. ágúst 1948 í Litlabæ.
Foreldrar hans voru Bergsteinn Jónasson hafnarvörður, hafnarstjóri, yfirverkstjóri, f. 17. desember 1912 á Múla, d. 2. júní 1996, og kona hans Svea María Normann húsfreyja, f. 23. nóvember 1917 á Ísafirði, d. 26. júní 1994 í Eyjum.

Börn Sveu og Bergsteins:
1. Kjartan Þór Bergsteinsson, f. 15. september 1938 á Múla. Fyrri kona hans Ingibjörg Jóhanna Andersen. Síðari kona hans er Arndís Egilson.
2. Margrét Halla Bergsteinsdóttir, f. 9. október 1941 á Múla, d. 22. september 2012. Maður hennar var Sigurgeir Lindberg Sigurjónsson.
3. Stúlka, f. 28. ágúst 1945 í Litlabæ, d. 29. ágúst 1945.
4. Jónas Kristinn Bergsteinsson, f. 24. ágúst 1948 í Litlabæ. Kona hans er Þórhildur Óskarsdóttir.
5. Vilborg Bettý Bergsteinsdóttir, f. 7. desember 1950 í Gefjun, ógift.
Fósturdóttir þeirra, dóttir Kjartans sonar þeirra og Ingibjargar Andersen:
6. Kristín Kjartansdóttir, f. 23. október 1957 að Hásteinsvegi 27. Fyrrum maður hennar Guðmundur Elmar Guðmundsson.

Jónas var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam rafvirkjun við Iðnskólann og hjá Haraldi Eiríkssyni. Meistari var Lárus Guðmundsson. Hann tók sveinspróf 1969 og fékk meistarabréf 1974.
Jónas var rafvirki í Hraðfrystistöðinni fram að Gosi, í Fiskimjölsverksmiðjunni (FIVE) í Gosinu, en hafði áður verið kyndari fjórar loðnuvertíðir hjá fyrirtækinu.
Þeir Sigurgeir mágur hans ráku rafmagnsverslunar og -verkstæðið Stafnes í Bifröst frá 1976-1979. Síðan vann Jónas hjá Fiskimjölsverksmiðju (FES) Einars Sigurðssonar, en frá 1981 til starfsloka 2018 vann hann hjá FIVE.
Þau Þórhildur giftu sig (1969), eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Sóleyjarhlíð við Hásteinsveg 45við fæðingu Bergsteins 1966, á Litlu-Grund um skeið, keyptu íbúð á Fífilgötu 3 1969 og bjuggu þar til Goss. Eftir Gos fluttu þau að Múla, en byggðu hús að Dverghamri 5 1976 og búa þar.

I. Kona Jónasar Kristins, (26. desember 1969), er Þórhildur Óskarsdóttir frá Hrafnabjörgum, húsfreyja, sjúkraliði, f. 15. mars 1947.
Börn þeirra:
1. Bergsteinn Jónasson raffræðingur og löggiltur verktaki, Smáragötu 14 í Eyjum, f. 3. nóvember 1966. Kona hans Drífa Gunnarsdóttir.
2. Örlygur Þór Jónasson raftæknifræðingur, Foldahrauni 8c, f. 13. mars 1974. Kona hans Guðbjörg Helgadóttir.
3. Hildur Jónasdóttir húsfreyja, kennari, Búastaðabraut 1, f. 26. september 1975. Maður hennar Kristleifur Guðmundsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Jónas.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.