Tómas Tómasson (Nýjabæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Tómas Tómasson vinnumaður í Nýjabæ fæddist 22. apríl 1865 og drukknaði 12. janúar 1887.
Foreldrar hans voru Tómas Jónsson bóndi á Arnarhóli í V-Landeyjum, f. 21. júlí 1836, d. 28. maí 1879, og kona hans Salvör Snorradóttir húsfreyja, f. 25. september 1840, d. 4. mars 1917.

Tómas var bróðir
1. Snorra Tómassonar skósmiðs og útgerðarmanns á Hlíðarenda, f. 11. október 1867, d. 28. nóvember 1936.
2. Guðnýjar Einarsdóttur húsfreyju á Arnarhóli. Þau voru sammædd.

Tómas var með foreldrum sínum í bernsku. Faðir hans lést, er hann var 14 ára og hann var með ekkjunni móður sinni á Arnarhóli 1880.
Hann eignaðist barn með Steinunni 1884.
Hann fluttist til Eyja úr Krosssókn 1885, var vinnumaður í Nýjabæ til dd.
Hann drukknaðir af juli við Bjarnarey 1887 ásamt Jósef Valdasyni skipstjóra og tveim öðrum, en tveim var bjargað.
Þeir, sem fórust, voru:
1. Jósef Valdason í Fagurlyst.
2. Árni Árnason snikkari í Frydendal, 33 ára.
3. Tómas Tómasson vinnumaður í Nýjabæ, 21 árs.
4. Erlendur Ingjaldsson, þá vinnumaður á Búastöðum, 58 ára.

I. Barnsmóðir hans var Steinunn Ögmundsdóttir vinnukona í Skipagerði í V.-Landeyjum, f. 29. apríl 1853, d. 22. október 1932.
Barn þeirra:
1. Þorsteinn Tómasson skipasmiður, trésmiður í Reykjavík, f. 4. júní 1884 í Skipagerði, d. 1. maí 1958. Kona hans Björg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1879 í Ánanaustum í Reykjavík, d. 24. febrúar 1951 í Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.