Tryggvi Jónsson (Mörk)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Tryggvi Jónsson.

Tryggvi Jónsson frá Mörk, vélsmiður, yfirverkstjóri fæddist 11. mars 1925 á Ekru og lést 28. júlí 2014.
Foreldrar hans voru Jón Tómasson sjómaður, skipstjóri, f. 3. desember 1896, d. 28. september 1953, og kona hans Steinunn Árnadóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1893, d. 6. september 1971.

Börn Steinunnar og Jóns:
1. Trausti Jónsson, f. 11. janúar 1917, d. 2. janúar 1994.
2. Ása Guðrún Jónsdóttir, f. 25. september 1922, d. 17. janúar 2010.
3. Margrét Jónsdóttir, f. 6. febrúar 1924, d. 25. desember 1992.
4. Tryggvi Jónsson, f. 11. mars 1925, d. 28. júlí 2014.
5. Bragi Jónsson, f. 30. ágúst 1931, d. 11. mars 2004.
6. Tómas Jónsson, f. 13. janúar 1933, d. 6. ágúst 1947.
7. Andvana stúlka, f. 11. september 1936.

Tryggvi var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam vélstjórn, en hóf nám í vélsmíði í Magna 1945.
Tryggvi var sjómaður og vélstjóri á ýmsum bátum. Hann vann síðar í Magna í mörg ár.
Ásamt átta öðrum stofnaði hann Vélsmiðjuna Völund 1958. Þar var hann yfirverkstjóri uns Völundur sameinaðist Magna í fyrirtækinu Skipalyftan ehf. 1980. Þar var Tryggvi yfirverkstjóri og síðar lagerstjóri og hætti þar störfum 75 ára.
Þau Nikólína Rósa giftu sig 1963, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Brekkugötu 9.
Tryggvi lést 2014. Nikólína Rósa býr í Hraunbúðum.

I. Kona Tryggva, (13. apríl 1963), er Nikolína Rósa Magnúsdóttir, f. 7. apríl 1932 á Tangagötu 31 á Ísafirði.
Börn þeirra:
1. Magnús Tryggvason íþróttafræðingur, stálsmiður. Hann er kennari í íþróttum og málmsmíðum við Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi, f. 18. desember 1964. Kona hans Ragnhildur Eiríksdóttir.
2. Helga Tryggvadóttir náms- og starfsráðgjafi í Reykjavík, f. 22. febrúar 1966. Barnsfaðir hennar Sigurður Friðhólm Gylfason. Barnsfaðir hennar Gísli Matthías Gíslason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.