Una Jónsdóttir (Vegg)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Una Jónsdóttir frá Lágafelli í A-Landeyjum fæddist 16. apríl 1864 og lést 17. febrúar 1903.
Foreldrar hennar voru Jón Árnason bóndi á Lágafelli, f. 27. febrúar 1828 í Vestritungu í Landeyjum, d. 26. apríl 1908, og kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1830, d. 25. júní 1882.

Móðir Jóns Árnasonar var Margrét húsfreyja á Galtalæk í Landsveit, dóttir Jóns Jónssonar bónda í Háagarði og fyrri konu hans Valgerðar Guðbrandsdóttur.
Bróðir Margrétar var Bjarni faðir Samúels Bjarnasonar mormónaprests í Eyjum og Utah.

Una var með foreldrum sínum á Lágafelli í æsku. Hún var vinnukona í Stóru-Hildisey 1890.
Una fluttist til Eyja 1896, var lausakona (ekki fastráðin til vinnu) í Vegg 1901 og í Nýjabæ 1903.
Hún eignaðist andvana dreng með Árna Ingimundarsyni 17. febrúar 1903 og lést sama dag.

Barnsfaðir hennar var Árni Ingimundarson, Brekku, f. 6. janúar 1877, drukknaði 1. apríl 1908.
Barn þeirra:
1. Andvana drengur, f. 17. febrúar 1903 í Nýjabæ.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.