Vinnslustöðin hf

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Vinnslustöðin meðan á hreinsun stóð eftir gosið
Vinnslustöðin

Vinnslustöðin var stofnuð árið 1946. Vinnslustöðin er útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki. Starfsmenn stöðvarinnar eru um 220. Framkvæmdastjóri er Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson.


Upphaf

Á aðalfundi Lifrarsamlags Vestmannaeyja í október 1945 báru þrír útgerðarmenn úr Vestmannaeyjum, Helgi Benediktsson, Eiríkur Ásbjörnsson og Kjartan Guðmundsson tillögu um að Lifrarsamlag Vestmannaeyja yrði fært út á þann hátt að mögulegt væri að gervinna fiskafurðir félagsmanna og var skipuð til þess að skoða þetta mál nánar.

Árið 1946 komu þessir menn saman á fund og var almennur áhugi fyrir því að þarft væri að útgerðarmenn myndu taka höndum saman um að koma upp fiskvinnslustöð í Vestmannaeyjum en sumir nefndarmanna voru mótfallnir því að það yrði gert sem sambandi við Lifrarsamlagið heldur átti að gera það sjálfstætt frekar. Nefnin hélt áfram að funda og hélt auk þess almenna fundið í Olís og Útvegsbændafélaginu þar sem tillagan hlaut á báðum stöðum góðar undirtektir.

Á fundi í Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja 2. október 1946 var kosið í undirbúningsnefnd að stofnun Fiskvinnslustöðvar útgerðarmanna í Vestmannaeyjum. Eftirtaldir aðilar voru í stjórn; Jóhann Sigfússon, Helgi Benediktsson, Ársæll Sveinsson, Guðlaugur Gíslason og Ólafur Á. Kristjánsson. Í varastjórn voru Sighvatur Bjarnason og Ragnar Stefánsson.

Helga Benediktssyni, Guðlaugi Gíslasyni og Ragnari Stefánssyni var falið að semja frumdrög að félagslögum. 1. nóvember 1946 lögðu þeir fram uppkast að lögum félagsins og er upphaf þeirra á þessa leið: "Félagið heitir Vinnslu- og sölumiðstöð fiskframleiðanda. Heimili þess og varnarþing er í Vestmannaeyjum. Félagið er samlagsfélag og takmarkast ábyrgð félagsmanna eftir þátttöku þeirra, svo sem síðar segir."

Stofnfundur

Þann 30. desember 1946 er haldinn stofnfundur Vinnslu- og sölumiðstöðvar fiskframleiðenda í Vestmannaeyjum í Samkomuhúsi Vestmannaeyja. Í fyrstu stjórn voru kjörnir eftirtaldir; Jóhann Sigfússon, Helgi Benediktsson, Guðlaugur Gíslason, Ársæll Sveinsson og Ólafur Á. Kristjánsson og til vara Sighvatur Bjarnason og Ragnar Stefánsson. Á stofnfundinum var ennfremur samþykkt að sækja um lóð undir fiskiðjuver á Básaskersbryggju en fengist það ekki samþykkt átti að sækja um lóð norðan frystihússins Fiskur og ís niður að Friðarhöfn.

Bygging

Þann 4. júní 1947 lágu fyrir tillögur frá dr. Jakobi Sigurðssyni að fiskiðjuverinu og var Ólafi Á. Kristjánssyni falið að yfirfara teikningarnar og ræða mögulegar breytingar. Þann 10. september 1947 var samþykkt að hefjast handa um byggingjuna og þá var sótt um byggingarleyfi og lóðarsamning. Byggingarframkvæmdir hófust í október 1947 og var fyrsti áfanginn reistur nyrst á lóðinni, þeirri sem er næst Friðarhafnarbryggjunni. Byggingarframkvæmdum var hraðað verulega til þess að hægt væri að hefja fiskmóttöku á næstu vertíð. Því var það samþykkt að félagsmenn myndu vinna við byggingarframkvæmdirnar fram að vertíð.

Fyrsta vertíðin

Ekki var mögulegt að taka allan fisk til vinnnslu fyrstu vertíðina 1948 og því var umframfiskur ýmist seldur til útflutnings eða seldur til Ísfélags Vestmannaeyja eða Hraðfrystistöðvarinnar. Þetta ár og næstu ár fór fyrirtækið mjög vaxandi.

Skip

Skip Vinnslustöðvarinnar árið 2006 voru:

Tenglar


Heimildir

  • Stefán Runólfsson. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1986.