Gísli Helgason (tónlistarmaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. júní 2025 kl. 16:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. júní 2025 kl. 16:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Gísli Helgason á Gísli Helgason (tónlistarmaður))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Gísli Helgason tónlistarmaður, hljóðmeistari, þáttagerðarmaður, flytjandi Eyjapistla í Ríkisútvarpinu, lærði upptökustjórnun í Bretlandi, vann fyrir Blindrafélagið og var annar hvatamaður að myndun Hljóðbókasafns Íslands, fæddist 5. apríl 1952.
Foreldrar hans voru Helgi Benediktsson athafnamaður, kaupmaður, útgerðarmaður, hótelrekandi, f. 3. desember 1899, d. 8. apríl 1971, og kona hans Guðrún Stefánsdóttir frá Skuld, húsfreyja, f. 30. júní 1908, d. 13. ágúst 2009.

Börn Guðrúnar og Helga:
1. Stefán Helgason útgerðarstjóri, f. 16. maí 1929, d. 30. apríl 2000.
2. Sigtryggur Helgason viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri, forstjóri í Reykjavík, f. 5. september 1930, d. 14. september 2012.
3. Guðmundur Helgason útvarpsvirki, f. 12. maí 1932, d. 15. maí 1953.
4. Páll Helgason ferðamálafrömuður, f. 14. júní 1933.
5. Helgi Helgason, f. 31. október 1938, d. 28. ágúst 1960.
6. Guðrún Helgadóttir húsfreyja, f. 16. febrúar 1943, d. 9. júlí 2022.
7. Arnþór Helgason framkvæmdastjóri, tónlistarmaður, rithöfundur, vináttusendiherra, f. 5. apríl 1952.
8. Gísli Helgason tónlistarmaður, hljóðmeistari, þáttagerðarmaður, f. 5. apríl 1952.

Þau Herdís giftu sig, eignuðust eitt barn og hún átti eitt barn áður.

I. Kona Gísla er Herdís Hallvarðsdóttir úr Rvk, húsfreyja, f. 29. ágúst 1956. Foreldrar hennar Hallvarður Valgeirsson, f. 11. nóvember 1926, d. 24. ágúst 1991, og Rannveig Tryggvadóttir, f. 25. nóvember 1926, d. 5. febrúar 2015.
Barn þeirra:
1. Helgi Tómas Gíslason, f. 28. febrúar 1993, býr í Kanada.
Barn Herdísar áður:
2. Bryndís Sveinbjörnsdóttir, f. 21. mars 1980.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.