Ágúst Pétur Haraldsson (Steinsstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ágúst Pétur Haraldsson frá Steinsstöðum, véltæknifræðingur, kennari fæddist þar 13. október 1935.
Foreldrar hans voru Haraldur Eiríksson rafvirkjameistari, f. 21. júní 1896, d. 7. apríl 1986 og kona hans Solveig Soffía Jesdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, yfirhjúkrunarkona, f. 12. október 1897, d. 6. febrúar 1984.

Börn Sólveigar og Haraldar:
1. Hörður Haraldsson viðskiptafræðingur og málari, kennari við Háskólann á Bifröst, margfaldur meistari í spretthlaupum, f. 11. september 1929, d. 5. október 2010.
2. Eiríkur Haraldsson íþróttafræðingur, magister í þýsku, menntaskólakennari og frömuður við skíðasvæðið í Kerlingarfjöllum, f. 12. mars 1931.
3. Ágúst Pétur Haraldsson véltæknifræðingur, f. 13. október 1935.

Pétur lauk landsprófi, prófum í Iðnskóla Reykjavíkur, prófum í Tækniskólanum, lauk tæknifræðinámi í Aarhus Teknikum 1973.
Hann vann hjá véladeild SÍS og var stundakennari í Tækniskólanum 1973-1974, var kennari við Bændaskólann á Hvanneyri, vann síðan hjá Vélsmiðju Hafnarfjarðar.
Þau Hulda giftu sig 1961, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Péturs, (2. apríl 1961), er Sigríður Hulda Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1936. Foreldrar hennar Þorsteinn Björnsson húsasmiður á Sauðárkróki, f. 1. nóvember 1898 á Illugastöðum í Laxárdal, Skagaf., d. 16. mars 1987, og Guðrún Magnúsdóttir húsfreyja á Hálsum í Skorradalshreppi, Borg., f. 4. júlí 1914 á Skíðastöðum í Laxárdal, Skagaf., d. 8. september 2010.
Börn þeirra (hér):
1. Erla Pétursdóttir öryrki, f. 8. janúar 1961.
2. Haraldur Pétursson verkfræðingur, f. 9. janúar 1965 á Akranesi. Fyrrum kona hans Helga Móeiður Arnardóttir.
3. Sólveig Pétursdóttir, húsgagnasmiður, f. 9. janúar 1965. Maður hennar Guðjón Árnason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Pétur.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.