Ólafía Guðmundsdóttir (Viðey)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ólafía Guðmundsdóttir frá Viðey, húsfreyja í Reykjavík fæddist 16. september 1921 á Ytri-Hóli í V-Landeyjum og lést 18. mars 1992.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Einarsson bóndi, síðar útvegsbóndi í Viðey, f. 18. nóvember 1885 í Rifshalakoti í Ásahreppi í Holtum, d. 14. mars 1943, og barnsmóðir hans Guðbjörg Erlendsdóttir vinnukona, f. 11. desember 1891, d. 13. janúar 1957.

Systur Ólafíu, dætur Guðmundar Einarssonar og Guðbjargar Erlendsdóttur, voru:
1. Aðalheiður Guðmundsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 25. nóvember 1919, d. 5. ágúst 2008. Hún var ógift.
2. Guðbjörg Svava Guðmundsdóttir húsfreyja á Ísafirði, f. 16. september 1921, d. 22. desember 2007. Maður hennar var Ólafur Markús Guðjónsson stýrimaður.
Hálfbróðir Ólafíu, sammæddur var
3. Ragnar Hafliðason.
Hálfbróðir Ólafíu, barn Guðmundar Einarssonar og Steinunnar Guðmundsdóttur vinnukonu á Bjólu í Bjóluhverfi í Djúpárhreppi, f. 5. júlí 1874, d. 10. maí 1938 var
4. Helgi Guðmundsson bóndi í Borgarholti í Stokkseyrarhreppi, f. 13. september 1902, d. 25. september 1932. Kona hans var Steinvör Jónsdóttir.
Hálfsystkini Ólafíu, börn Guðmundar Einarssonar og konu hans Pálínu Jónsdóttur:
5. Guðmunda Pálína Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 8. júlí 1908, d. 24. desember 1987. Maður hennar var Adolph Lauritz Hólm.
6. Jónína Þórunn Guðmundsdóttir, f. 1. desember 1909, d. 19. júní 1910.
7. Karl Óskar Guðmundsson skipstjóri í Eyjum, f. 6. apríl 1911, d. 16. janúar 1986.
8. Jón Óskar Guðmundsson bóndi í Norður-Nýjabæ í Djúpárhreppi, f. 30. mars 1912, d. 17. mars 2009. Kona hans var Sigurbjörg Ingvarsdóttir.
9. Ármann Óskar Guðmundsson bifreiðastjóri í Eyjum, f. 28. maí 1913, d. 3. júlí 2002.
10. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir húsfreyja á Flateyri, f. 2. ágúst 1914, d. 26. apríl 2006.
11. Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 16. desember 1915, d. 29. maí 2011.
12. Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Viðey, f. 19. apríl 1917, d. 14. október 1998.
13. Þórunn Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. júlí 1918, d. 2. janúar 2012. Maður hennar var Óskar Pálsson.
14. Geir Óskar Guðmundsson véltæknifræðingur í Reykjavík, f. 18. desember 1920, d. 5. október 1991.
15. Sigurður Óskar Guðmundsson verkamaður í Viðey, f. 25. mars 1922, d. 27. janúar 1980.
16. Kristinn Óskar Guðmundsson lögfræðingur, bæjarstjóri í Hafnarfirði, f. 2. nóvember 1924 , d. 26. febrúar 2011.

Ólafía fluttist með fjölskyldu Guðmundar til Eyja 1921. Móðir hennar fluttist til Eyja 1922 og var vinnukona í Viðey hjá Guðmundi og Pálínu konu hans.
Hún ólst upp í Viðey með stórum hópi hálfsystkina, barna Guðmundar og Pálínu og Ragnari Hafliðasyni, syni Guðbjargar. Ólafía var í Viðey 1930, en var þar ekki á skrá 1934, en komin þangað 1940. Guðmundur faðir hennar lést 1943.
Hún fæddi Sigurð Heimi í Viðey í maí 1949, en var skráð til heimilis í Reykjavík við giftingu þeirra Sigurðar í Eyjum í október sama ár.
Ólafía var starfsmaður Samtaka íslenskra fiskframleiðenda.
Þau Sigurður bjuggu í Reykjvík, lengst á Tjarnargötu 10D, síðast á Háteigsvegi 17.
Sigurður lést 1991 og Ólafía 1992.

Maður Ólafíu, (20. október 1949), var Sigurður Óskar Sigurðsson verslunarmaður, þá til heimilis á Grundarstíg 10 í Reykjavík, f. 10. febrúar 1910 á Siglufirði, d. 8. maí 1991. Foreldrar hans voru Sigurður Helgi Sigurðsson verslunarmaður, kaupmaður, f. 9. október 1873, d. 27. mars 1948, og kona hans Margrét Pétursdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1883, d. 8. september 1932.
Börn þeirra:
1. Sigurður Heimir Sigurðsson múrarameistari, f. 30. maí 1949 í Viðey.
2. Guðmundur Helgi Sigurðsson stýrimaður, f. 10. desember 1950.
3. Pétur Magnús Sigurðsson málarameistari, f. 29. september 1953.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 12. júní 1991. Minning Sigurðar Óskars.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.