Þórarinn Jónsson (Mjölni)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Þórarinn Jónsson sjómaður, verkamaður, síðan verkstjóri í Vinnslustöðinni fæddist 5. maí 1905 í Efri-Holtum u. Eyjafjöllum og lést 8. ágúst 1959.
Foreldrar hans voru Jón Pálsson bóndi, f. 8. maí 1872, d. 2. febrúar 1930 í Ásólfsskálasókn, og kona hans Þorbjörg Bjarnadóttir húsfreyja, f. 12. júní 1877 í Eyvindarhólasókn, d. 26. desember 1965.

Börn Þorbjargar og Jóns - í Eyjum:
1. Páll Jónsson verkamaður, f. 9. nóvember 1903, d. 4. janúar 1999.
2. Þórarinn Jónsson í Mjölni, f. 5. maí 1905, d. 8. ágúst 1959.
3. Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 24. maí 1910, d. 11. júní 1992.
4. Einar Jónsson sjómaður, 26. október 1914, d. 24. febrúar 1990.
5. Sigurlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. júní 1916, d. 13. janúar 2012.

Þórarinn var sjómaður á Brekastíg 14 1930, en átti lögheimili í Ásólfsskálasókn.
Þau Sigrún giftu sig í Eyjum 1934, eignuðust 7 börn, en misstu tvö þeirra nýfædd.
Þau bjuggu í Engidal 1934, á Vestmannabraut 74 1935, á Kirkjuvegi 39 B 1939, í Ráðagerði 1940, á Grímsstöðum 1945, í Mjölni 1949 og síðan meðan báðum entist líf.
Þórarinn lést 1959. Sigrún lést 2005.

Kona Þórarins, (8. desember 1934), var Jónína Sigrún Ágústsdóttir húfreyja, verkakona, f. 14. nóvember 1910 á Núpi u. Eyjafjöllum, d. 23. október 2005 í Kópavogi.
Börn þeirra:
1. Ingólfur Þórarinsson verkamaður, bifreiðastjóri, verkstjóri, f. 24. október 1935 á Vestmannabraut 74.
2. Einar Þórarinsson veitustjóri á Ólafsfirði, f. 20. desember 1937 á Vestmannabraut 74. Kona hans Sólveig Þorleifsdóttir.
3. Guðrún Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 14. nóvember 1940 í Ráðagerði.
4. Drengur, f. 25. desember 1938 á Kirkjuvegi 39 B, d. 19. janúar 1939.
5. Drengur, f. 4. mars 1942 í Ráðagerði, d. 17. mars 1942.
6. Ágúst Yngvi Þórarinsson vélstjóri, f. 1. desember 1943 í Ráðagerði.
7. Andrés Þórarinsson stýrimaður, f. 14. september 1945 á Grímsstöðum, d. 12. nóvember 1993.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.