Þráinn Valdimarsson (Bræðraborg)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þráinn Valdimarsson.

Þráinn Valdimarsson frá Bræðraborg, sjómaður, vélstjóri, vélvirki fæddist 3. júní 1946 í Bræðraborg og drukknaði 5. febr. 1973.
Foreldrar hans voru Valdimar Ástgeirsson málari, leikari frá Litlabæ, f. 19. september 1898, d. 26. júlí 1978, og kona hans Þórodda Vigdís Loftsdóttir frá Uppsölum, húsfreyja, f. 12. ágúst 1905, d. 29. júlí 1986.

Börn Þóroddu og Valdimars voru:
1. Þórunn Sigríður Valdimarsdóttir, f. 12. janúar 1926 í Litlabæ, d. 8. júlí 2012. Maður hennar Guðjón Gísli Magnússon.
2. Þórða Eva Valdimarsdóttir, f. 20. desember 1927, d. 29. september 1989. Maður hennar Magnús Magnússon
3. Jónína Kristín Valdimarsdóttir húsfreyja í Mosfellsbæ, f. 5. júlí 1936. Maður hennar Engelhart Þór Svendsen.
4. Þráinn Valdimarsson, f. 3. júní 1946, drukknaði 5. febrúar 1973. Kona hans Gerður Kristinsdóttir.

Þráinn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1963, lauk vélstjóranámi 1. stigs 1969. Síðar lauk Þráinn námi í Iðnskólanum í Vestmannaeyjum og vann nokkurn tíma í vélsmiðjunni Magna.
Þráinn fór til sjós 17 ára, varð síðar vélstjóri á bátum í Eyjum.
Hann var vélstjóri á m.b. Júlíu VE á vertíð 1973. Hún var stödd í Reykjavíkurhöfn 5. febrúar, er Þráinn féll í höfnina og drukknaði.
Þau Gerður giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Víðidal við Vestmannabraut 33 við Gos 1973.

I. Kona Þráins er Gerður Kristinsdóttir frá Boðaslóð 5, húsfreyja, f. þar 28. mars 1950.
Börn þeirra:
1. Einar Friðrik Þráinsson starfsmaður bílaleigu, f. 3. apríl 1967. Kona hans Marika Petrova, lettneskrar ættar.
2. Berglind Ósk Þráinsdóttir þroskaþjálfi, f. 29. maí 1972. Maður hennar Þórður Gunnarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.