Anna Gunnlaugsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Halldór, Anna og börn

Anna S. Gunnlaugsson (Anna Sigrid Threp) fæddist 16. febrúar 1885 og lést 22. ágúst 1963. Hún var fædd og uppalin í Danmörku.

Hún var gift Halldóri Gunnlaugssyni héraðslækni. Þau áttu þau fjögur börn og eru allmargir afkomendur þeirra búsettir í Vestmannaeyjum. Þau bjuggu í húsinu Kirkjuhvoli við Kirkjuveg.

Anna rak verslunina Verzlun Önnu Gunnlaugsson. Verslunin var til húsa í Bárustíg 3 og í húsinu Úrval þar sem Miðbær er nú til húsa. Hjá henni unnu m.a. Guðrún Loftsdóttir.

Anna var einn af stofnendum Kvenfélagsins Líknar.

Frekari umfjöllun

Anna Sigrid Gunnlaugsson, fædd Therp, húsfreyja, kaupmaður á Kirkjuhvoli fæddist 16. febrúar 1885 í Danmörku og lést 22. ágúst 1963 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Pétur Christian Therp verksmiðjueigandi, trésmíðameistari og leiksviðsmeistari (scenemester) í Kaupmannahöfn, f. 4. janúar 1855, d. 6. apríl 1932, og kona hans Þrúður Erlendsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, f. 7. september 1854, d. 5. október 1940.

Anna rak verslun við Bárustíg 3, sem kennd var við hana, Verslun Anna Gunnlaugsson. Síðar rak hún verslun með sama nafni í Reykjavík.
Hún var einn af 23 stofnendum Kvenfélagsins Líknar, en það félag var stofnað fyrir hvatningu frá Halldóri manni hennar.
Þau Halldór giftu sig 1905, eignuðust fjögur börn og fóstruðu eitt barn. Þau bjuggu á Stórólfshvoli í Rangárvallasýslu 1905-1906, fluttu þaðan að Hvammi 1906, voru komin að Kirkjuhvoli 1911 og bjuggu þar síðan meðan báðum entist líf.
Halldór drukknaði 1924 og Anna lést 1963.

I. Maður Önnu, (22. júlí 1905), var Halldór Gunnlaugsson héraðslæknir, f. 25. ágúst 1875 á Skeggjastöðum í Skeggjastaðahreppi, N.-Múl., drukknaði 16. desember 1924 við Eiðið.
Börn þeirra:
1. Ólafur Þorsteinn Halldórsson læknir, f. 4. desember 1906 í Langa-Hvammi, d. 20. febrúar 1997.
2. Gunnlaugur Pétur Christian Halldórsson arkitekt, f. 6. ágúst 1909 í Langa-Hvammi, d. 13. febrúar 1986.
3. Axel Valdemar Halldórsson stórkaupmaður, f. 22. september 1911 á Kirkjuhvoli, d. 31. maí 1990.
4. Ella Vilhelmína Halldórsdóttir verslunarmaður, kaupmaður, f. 2. ágúst 1914 á Kirkjuhvoli, d. 21. ágúst 2005.
Fóstursonur hjónanna var systursonur Halldórs
5. Gunnar Þórir Þorláksson húsamíðameistari í Reykjavík f. 10. júní 1919 í Garðhúsum, d. 27. apríl 1987.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.