Guðrún Loftsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðrún Loftsdóttir.

Guðrún Loftsdóttir frá Austari-Vilborgarstöðum, fæddist 19. júní 1920 í Heiðarhvammi og lést 16. október 2009 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Loftur Jónsson, f. 13. júlí 1891, d. 2. maí 1981 og kona hans Ágústína Þórðardóttir, f. 4. ágúst 1883, d. 18. júlí 1966.
Guðrún var afgreiðslukona í Bjarma, vefnaðarvöruverzlun Helga Benediktssonar, var afgreiðslukona og rak síðan Verzlun Önnu Gunnlaugsson í Eyjum, keypti hana 1972 og rak til goss. Fluttist hún þá til Reykjavíkur og verzlaði þar til 64 ára aldurs, er hún gerðist afgreiðslukona í verzluninni Vogue og var þar til sjötugs. Bjó síðan í Breiðholti.

Eiginmaður Guðrúnar var Hörður Sigurgeirsson ljósmyndari, f. 1914, d. 1978. Í Eyjum bjuggu þau síðast í Hlaðbæ.
Börn þeirra eru:
1. Loftur, f. 13. maí 1950, búsettur í Reykjavík.
2. Friðrik, f. 14. júní 1953, búsettur í Eyjum.
3. Ágústa, f. 25. nóvember 1954, búsett í Reykjavík.

Myndir



Heimildir