Anna H. Sigurjónsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Anna Hólmfríður Sigurjónsdóttir.

Anna Hólmfríður Sigurjónsdóttir frá Hjalla við Vestmannabraut 57, húsfreyja fæddist þar 19. febrúar 1930 og lést 29. október 2020 á Hrafnistu í Laugarási í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Hansson frá Fitjakoti á Kjalarnesi, sjómaður, skipstjóri, verkamaður, f. 14. febrúar 1902, d. 6. maí 1994, og kona hans Anna Sigríður Scheving frá Steinsstöðum, húsfreyja, f. 11. október 1901, d. 30. júlí 1975.

Börn Önnu og Sigurjóns:
1. Sveinn Scheving Sigurjónsson, f. 19. júní 1924 á Hjalla, d. 17. nóvember 1942 úr berklum.
2. Hans Ragnar Sigurjónsson skipstjóri, útgerðarmaður í Reykjavík, f. 16. júní 1927 á Hjalla, d. 30 desember 2013.
3. Anna Hólmfríður Sigurjónsdóttir húsfreyja, verslunar- og skólastarfsmaður, f. 19. febrúar 1930 á Hjalla, d. 29. október 2020.
4. Þráinn Scheving Sigurjónsson endurskoðandi, f. 13. október 1940 á Eyjarhólum. Kona hans Ruth Fjeldsted.
5. Sveinn Scheving Sigurjónsson bifreiðastjóri, f. 25. júlí 1942 Sjh. Kona hans Kristín Björk Pálsdóttir.

Anna var með foreldrum sínum, á Hjalla við Vestmannabraut 57, í Haga við Heimagötu 11, á Eyjarhólum við Hásteinsveg 20 og flutti með þeim til Reykjavíkur 1946.
Hún stundaði nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Anna vann í Bernhöftsbakaríi, starfaði seinna við verslunarstörf í Raftækjastöðinni og síðar við aðstoð og þrif á Dalbraut og í Réttarholtsskóla. Hún starfaði lengi í Kvenfélaginu Öldunni.
Þau Samúel giftu sig 1955, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Laugaveg, en fluttu til Suðureyrar við Súgandafjörð 1959 og bjuggu þar til 1962, fluttu þá til Reykjavíkur, bjuggu við Ljósheima 12, en lengst af bjuggu þau í Fellsmúla 6 og síðustu æviárin á Sóleyjarrima 21.
Samúel lést 2011 og Anna 2020.

I. Maður Önnu Hólmfríðar, (17. desember 1955), var Samúel Kristinn Guðnason sjómaður, skipstjóri, stýrimaður, að síðustu starfsmaður Hampiðjunnar, f. 13. júlí 1924, d. 2. ágúst 2011. Foreldrar hans voru Guðni Albert Guðnason bóndi í Vatnadal í Súgandafirði, f. 17. október 1895, d. 3. apríl 1930, og kona hans Kristín Jósefsdóttir húsfreyja, f. 20. september 1898, d. 23. mars 1977.
Börn þeirra:
1. Hrönn Scheving Samúelsdóttir, f. 23. ágúst 1950. Maður hennar Björn Björnsson.
2. Kristín Viktoría Samúelsdóttir, f. 11. mars 1955. Maður hennar Kjartan Viðarsson.
3. Bára Scheving Samúelsdóttir, f. 21. apríl 1959. Maður hennar Kjartan S. Guðjónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.