Sveinn Scheving Sigurjónsson (Hjalla)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sveinn Scheving Sigurjónsson frá Hjalla við Vestmannabraut 57 fæddist 19. júní 1924 og lést 17. nóvember 1942.
Foreldrar hans voru Sigurjón Hansson frá Fitjakoti á Kjalarnesi, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, verkamaður, f. 14. febrúar 1902, d. 6. maí 1994, og kona hans Anna Sigríður Scheving frá Steinsstöðum, húsfreyja, f. 11. október 1901, d. 30. júlí 1975.

Börn Önnu og Sigurjóns:
1. Sveinn Scheving Sigurjónsson, f. 19. júní 1924 á Hjalla, d. 17. nóvember 1942 af berklum.
2. Hans Ragnar Sigurjónsson skipstjóri, útgerðarmaður í Reykjavík, f. 16. júní 1927 á Hjalla, d. 30 desember 2013.
3. Anna Hólmfríður Sigurjónsdóttir húsfreyja, verslunar- og skólastarfsmaður, f. 19. febrúar 1930 á Hjalla, d. 29. október 2020.
4. Þráinn Scheving Sigurjónsson, f. 13. október 1940 á Eyjarhólum. Kona hans Ruth Fjældsted.
5. Sveinn Scheving Sigurjónsson, f. 25. júlí 1942 Sjh. Kona hans Kristín Björk Pálsdóttir.

Sveinn var með foreldrum sínum 1930, í fóstri hjá Sveini og Kristólínu móðurforeldrum sínum 1934, með foreldrum sínum 1940.
Hann veiktist af berklum, var vistaður á sjúkrahúsi og lést 1942.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.