Birgir Vigfússon (Vallartúni)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Birgir Vigfússon.

Birgir Vigfússon frá Vallartúni við Austurveg 33, sjómaður, stýrimaður fæddist þar 22. júlí 1941 og lést 17. júlí 2024.
Foreldrar hans voru Vigfús Guðmundsson frá Seyðisfirði, sjómaður, f. 21. október 1908, d. 22. september 1946, og kona hans Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 27. september 1914, d. 25. ágúst 1998. Fósturforeldrar hans voru Arnoddur Gunnlaugsson móðurbróðir hans, og kona hans Anna Pálína Halldórsdóttir.

Barn Önnu og Arnodds:
1. Elísabet Arnoddsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 18. ágúst 1942. Maður hennar Erlendur G. Pétursson.
Fósturbörn þeirra:
2. Birgir Vigfússon sjómaður, stýrimaður, f. 22. júlí 1941. Hann er sonur Sigurbjargar Gunnlaugsdóttur systur Arnodds. Kona hans Svandís Anna Jónsdóttir, látin.
3. Jóhannes Jóhannesson bifvélavirki, bifvélatæknifræðingur, f. 2. september 1947, d. 19. október 1997. Hann var sonur Jóhannesar bróður Önnu Pálínu. Kona hans Ólafía Björk Davíðsdóttir.

Birgir var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Birgir var fimm ára. Hann var með móður sinni og síðar fósturforeldrum sínum Arnoddi og Önnu Pálínu.
Hann lauk landsprófi 1957 og varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1958, lauk farmannaprófi í Stýrimannaskólanum 1964.
Hann var snemma sjómaður, reri með Arnoddi á Suðurey VE, á Baldri VE, á Halkion VE og Reyni VE. Síðan var hann á fraktskipum Jökla og eftir farmannapróf var hann stýrimaður á Ríkisskipum, skipum Landhelgisgæslunnar og fiskiskipum. Hann vann um skeið á vegum Vita- og hafnarmálaskrifstofunnar við hafnargerð, var tollvörður í Rvk frá 1968. Síðust 12 ár starfsævi sinnar var hann umsjónarmaður varðskipsins Óðins, fyrst sjálboðaliði, síðan starfsmaður Borgarsögusafns Reykjavíkur.
Þau Svandís giftu sig 1965, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu að Hrísateigi 29 í Reykjavík, fluttu 1967 að Reynimel 82 þar, þá að Melabraut 54 á Seltjarnarnesi. Þau byggðu hús í Hofgörðum 19 á Seltjarnarnesi og bjuggu þar síðan.
Birgir bjó við Austurströnd 12 á Seltjarnarnesi.
Hann lést 2024.

I. Kona Birgis, (4. september 1965), var Svandís Anna Jónsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur, f. 7. júlí 1942 í Borgarnesi, d. 11. apríl 2016. Foreldrar hennar voru Jón Bjarni Björnsson frá Brautarholti í Dölum, iðnverkamaður, f. 19. nóvember 1913, d. 19. október 1984, og kona hans Ásta Margrét Sigurðardóttir frá Geirseyri við Patreksfjörð, húsfreyja, f. 14. júlí 1921, d. 11. mars 2009.
Börn þeirra:
1. Ásta Margrét Birgisdóttir uppeldisfræðingur, f. 26. desember 1963 í Borgarnesi. Maður hennar Örn Viðar Skúlason.
2. Vigfús Birgisson verslunarstjóri, ljósmyndari, f. 21. febrúar 1967 í Borgarnesi. Kona hans María Theódóra Ólafsdóttir.
3. Birgir Jón Birgisson hljóðmaður, f. 11. janúar 1973 í Reykjavík. Sambúðarkona hans Gréta María Bergsdóttir.
4. Linda Björg Birgisdóttir leikskólakennari, f. 2. mars 1975 í Reykjavík. Maður hennar Jón Vídalín Halldórsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Birgir.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 2016. Minning Önnu Svandísar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.