Anna Sigurlaug Þorvaldsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Anna Sigurlaug, Már maður hennar og börnin Páll, Sigríður Ingifríð og Örvar Már.

Anna Sigurlaug Þorvaldsdóttir frá Vestra-Stakkagerði, húsfreyja í Hveragerði og Þorlákshöfn fæddist 19. mars 1944 í Bár í Neskaupstað.
Foreldrar hennar voru Hans Þorvaldur Sveinsson frá Hlíð í Norðfirði, sjómaður, f. 16. október 1912 á Strönd þar, drukknaði af vélbátnum Valþóri frá Siglufirði 22. júlí 1947, og kona hans Sigríður Einarsdóttir frá Staðarfelli, húsfreyja, f. þar 5. febrúar 1922, d. 9. júní 1989 í Reykjavík.

I. Barn Sigríðar og Vilhelms Ragnars Ingimundarsonar:
1. Gunnar Vilhelmsson múrari, f. 8. júlí 1939 á Staðarfelli. Kona hans Bjarnveig Gunnarsdóttir.
II. Börn Sigríðar og Hans Þorvaldar Sveinssonar:
2. Elín Þorvaldsdóttir húsfreyja á Seltjarnarnesi, f. 11. október 1941 í Neskaupstað. Maður hennar Pálmi Eyþórsson, látinn.
3. Anna Sigurlaug Þorvaldsdóttir húsfreyja í Þorlákshöfn, f. 19. mars 1944 í Bár í Neskaupstað. Maður hennar Már Michelsen.
4. Sæunn Þorvaldsdóttir hjúkrunarfræðingur, húsfreyja í Svíþjóð, f. 8. maí 1946 í Bár í Neskaupstað. Fósturforeldrar Björn Levý Gestsson, f. 28. september 1889 og síðari kona hans Jóhanna Lárusdóttir, f. 15. maí 1013. Maður hennar Sigurður Þorsteinsson.
5. Þorvaldur Þorvaldsson sjómaður, f. 13. mars 1948 í Vestra-Stakkagerði, d. 2. mars 2009. Kona hans Sigríður Björk Þórisdóttir.
III. Barn Sigríðar og Baldurs Sigurlássonar:
6. Erla Kristinsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði og Garðabæ, f. 25. desember 1950 í Vestra-Stakkagerði, var ættleidd . Maður hennar Halldór Svavarsson, látinn.
IV. Börn Sigríðar og Jóns Sigurðar Jóhannessonar:
7. Halldór Sigurðsson bifvélavirki í Reykjavík, f. 19. desember 1953 í Vestra-Stakkagerði, d. 15. janúar 2018. Kona hans Eyrún Guðbjörnsdóttir.
8. Einar Sigurðsson bakarameistari í Þorlákshöfn, f. 26. mars 1955 í Vestra-Stakkagerði. Kona hans Arnheiður Svavarsdóttir.
9. Björk Sigurðardóttir húsfreyja í Hafnarfirði, býr í Bláskógabyggð, f. 7. maí 1957 í Vestra-Stakkagerði. Fyrrum maður hennar Víðir Ástberg Pálsson.
10. Sæmundur Sigurðsson sendibílstjóri í Reykjavík, f. 5. febrúar 1960 í Eyjum. Kona hans Elín Halla Gunnarsdóttir, látin.
11. Sigurður Sigurðsson starfsmaður Volvoverksmiðjanna í Svíþjóð, f. 27. febrúar 1964, d. 5. ágúst 1990. Kona hans Sigurjóna Örlygsdóttir, látin.

Anna var með foreldrum sínum í Neskaupstað fyrstu þrjú ár ævinnar, en faðir hennar drukknaði 1947.
Hún fluttist með móður sinni til Eyja 1948 og bjó með henni í Vestra-Stakkagerði, síðar með henni og Sigurði Jóhannessyni þar og á Ásavegi 30.
Anna flutti með þeim til Reykjavíkur 1962.
Þau Már giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau hafa búið í Hveragerði og í Þorlákshöfn.

I. Maður Önnu Sigurlaugar, (14. september 1963), er Georg Már Michelsen bakari, f. 19. september 1944, d. 6. maí 2022. Foreldrar hans voru Paul Valdimar Michelsen garðyrkjubóndi í Hveragerði, f. 17. júlí 1917, d. 26. maí 1995, og kona hans Sigríður Ragnarsdóttir Michelsen húsfreyja, f. 14. febrúar 1916, d. 7. júní 1988.
Börn þeirra:
1. Páll Michelsen verkamaður, bakari í Hveragerði, f. 1. júní 1963 á Selfossi. Barnsmóðir hans Sigurbjörg Hlöðversdóttir. Kona hans Lea Michelsen.
2. Sigríður Ingifríð Michelsen húsfreyja í Reykjavík, f. 12. ágúst 1964 á Selfossi. Maður hennar Svanur Örn Tómasson.
3. Örvar Már Michelsen bakari, bifvélavirki, f. 3. júlí 1973 á Selfossi. Kona hans Dögg Matthíasdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bollagarðaætt á Seltjarnarnesi. Niðjatal Einars Hjörtssonar útvegsbónda í Bollagörðum og konu hans Önnu Jónsdóttur og barnsmóður hans Sigríðar Jónsdóttur. Gylfi Ásmundsson tók saman. Þjóðsaga. Reykjavík 1990.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.