Sæunn Þorvaldsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sæunn Þorvaldsdóttir.

Sæunn Þorvaldsdóttir frá Vestra-Stakkagerði hjúkrunarfræðingur, húsfreyja í Svíþjóð fæddist 8. maí 1946 í Bár í Neskaupstað.
Foreldrar hennar voru Hans Þorvaldur Sveinsson frá Hlíð í Norðfirði, sjómaður, f. 16. október 1912 á Strönd þar, drukknaði af vélbátnum Valþóri frá Siglufirði 22. júlí 1947, og kona hans Sigríður Einarsdóttir frá Staðarfelli, húsfreyja, f. þar 5. febrúar 1922, d. 9. júní 1989 í Reykjavík.
Fósturforeldrar Sæunnar frá tveggja til þriggja ára aldri voru Björn Levý Gestsson bóndi, síðar smiður í Reykjavík, f. 28. september 1889, d. 18. janúar 1973, og síðari kona hans Jóhanna Lárusdóttir húsfreyja, f. 15. maí 1913, d. 3. nóvember 1974.

I. Barn Sigríðar og Vilhelms Ragnars Ingimundarsonar:
1. Gunnar Vilhelmsson múrari, f. 8. júlí 1939 á Staðarfelli. Kona hans Bjarnveig Gunnarsdóttir.
II. Börn Sigríðar og Hans Þorvaldar Sveinssonar:
2. Elín Þorvaldsdóttir húsfreyja á Seltjarnarnesi, f. 11. október 1941 í Neskaupstað. Maður hennar Pálmi Eyþórsson, látinn.
3. Anna Sigurlaug Þorvaldsdóttir húsfreyja í Þorlákshöfn, f. 19. mars 1944 í Bár í Neskaupstað. Maður hennar Már Michelsen.
4. Sæunn Þorvaldsdóttir hjúkrunarfræðingur, húsfreyja í Svíþjóð f. 8. maí 1946 í Bár í Neskaupstað. Fósturforeldrar Björn Levý Gestsson, f. 28. september 1889 og síðari kona hans Jóhanna Lárusdóttir, f. 15. maí 1013. Maður hennar Sigurður Þorsteinsson.
5. Þorvaldur Þorvaldsson sjómaður, f. 13. mars 1948 í Vestra-Stakkagerði, d. 2. mars 2009. Kona hans Sigríður Björk Þórisdóttir.
III. Barn Sigríðar og Baldurs Sigurlássonar:
6. Erla Kristinsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði og Garðabæ, f. 25. desember 1950 í Vestra-Stakkagerði, var ættleidd . Maður hennar Halldór Svavarsson, látinn.
IV. Börn Sigríðar og Jóns Sigurðar Jóhannessonar:
7. Halldór Sigurðsson bifvélavirki í Reykjavík, f. 19. desember 1953 í Vestra-Stakkagerði, d. 15. janúar 2018. Kona hans Eyrún Guðbjörnsdóttir.
8. Einar Sigurðsson bakarameistari í Þorlákshöfn, f. 26. mars 1955 í Vestra-Stakkagerði. Kona hans Arnheiður Svavarsdóttir.
9. Björk Sigurðardóttir húsfreyja í Hafnarfirði, býr í Bláskógabyggð, f. 7. maí 1957 í Vestra-Stakkagerði. Fyrrum maður hennar Víðir Ástberg Pálsson.
10. Sæmundur Sigurðsson sendibílstjóri í Reykjavík, f. 5. febrúar 1960 í Eyjum. Kona hans Elín Halla Gunnarsdóttir, látin.
11. Sigurður Sigurðsson starfsmaður Volvoverksmiðjanna í Svíþjóð, f. 27. febrúar 1964, d. 5. ágúst 1990. Kona hans Sigurjóna Örlygsdóttir, látin.

Sæunn var með foreldrum sínum skamma stund, en faðir hennar drukknaði, er hún var eins árs.
Hún fluttist með móður sinni til Eyja 1948 og bjó með henni í Vestra-Stakkagerði, en fór í fóstur á þriðja árinu.
Sæunn varð gagnfræðingur í Hlíðardalsskóla 1963, stundaði enskunám í Englandi 1965-1966.
Hún lauk námi við Hjúkrunarskóla Íslands í febrúar 1971.
Sæunn var hjúkrunarfræðingur á handlæknisdeild og gjörgæsludeild Landakotsspítala frá mars 1971 til brottfarar til Svíþjóðar 1982-1983.
Þau Sigurður giftu sig 1971, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Svíþjóð.

I. Maður Sæunnar, (31. október 1971), er Sigurður Jóhann Þorsteinsson prentari, f. 20. júní 1946 á Fáskúðsfirði. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jóhann Sigurðsson frá Búðum í Fáskrúðsfirði, skipstjóri, síðar í Reykjavík, f. 27. apríl 1919, d. 28. maí 2015, og kona hans Aðalbjörg Magnúsdóttir húsfreyja, félagsmálafrömuður, síðar í Reykjavík, f. 17. desember 1923, d. 26. desember 2018.
Börn þeirra:
1. Linda Björk Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. desember 1972 í Reykjavík. Maður hennar Torsten Spannhake.
2. Erla Dögg Sigurðardóttir húsfreyja á Englandi, f. 21. maí 1976 í Reykjavík. Sambýlismaður hennar Gary M. Wake.
3. Þorsteinn Jóhann Sigurðsson, f. 20. janúar 1981 í Reykjavík. Kona hans Lisa Andersson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bollagarðaætt á Seltjarnarnesi. Niðjatal Einars Hjörtssonar útvegsbónda í Bollagörðum og konu hans Önnu Jónsdóttur og barnsmóður hans Sigríðar Jónsdóttur. Gylfi Ásmundsson tók saman. Þjóðsaga. Reykjavík 1990.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Ættingjar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.