Einar Ágústsson (Bræðraborg)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Einar Ágústsson frá Bræðraborg, verkamaður, bifreiðastjóri fæddist 13. apríl 1927 í Húsadal, Faxastíg 22 og lést 18. september 1984.
Foreldrar hans voru Ágúst Þorgrímur Guðmundsson verkamaður, sjómaður í Húsadal, síðar í Bræðraborg, f. 16. ágúst 1892 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 6. febrúar 1966, og kona hans Guðný Pálína Pálsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1891 að Hlíðarenda í Fljótshlíð, d. 19. júlí 1959.

Börn Guðnýjar og Þorgríms:
1. Alfreð Bachmann Þorgrímsson vélstjóri, afgreiðslumaður, f. 23. nóvember 1914 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 25. ágúst 1978.
2. Laufey Þorgrímsdóttir í Kópavogi, f. 17. október 1915, d. 15. júlí 1981. Maður hennar var Sigurður Hermann Agnar Jónsson, f. 2. nóvember 1905, d. 31. maí 1975.
3. Sigurður Ágústsson bóndi í Borgarkoti á Skeiðum, f. 22. september 1916 að Háamúla í Fljótshlíð, d. 13. janúar 1988.
4. Margrét Ágústa Ágústsdóttir ráðskona í Reykjavík, f. 14. nóvember 1918 á Ormsvelli í Hvolhreppi, d. 11. júlí 2008.
5. Þuríður Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. nóvember 1920 á Ormsvelli, Hvolhreppi, d. 22. desember 1992.
6. Sigríður Þorgrímsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 29. október 1921 á Ormsvelli í Hvolhreppi, d. 3. maí 1993. Maður hennar var Sölvi Ólafsson.
7. Hulda Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. október 1922 á Sólbrekku, d. 20. júlí 1984.
8. Valgerður Oddný Ágústsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. apríl 1924 í Húsadal, d. 7. júlí 2012.
9. Andvana drengur, f. 26. mars 1926 í Húsadal.
10. Einar Ágústsson bifreiðastjóri, f. 13. apríl 1927 í Húsadal, d. 18. september 1984.
11. Sveinbjörg Þorgrímsdóttir verkakona, f. 28. júní 1929 í Húsadal, d. 20. ágúst 1949.
12. Svanhvít Þorgrímsdóttir húsfreyja í Reykjavík, borgarstarfsmaður, f. 21. september 1930 í Húsadal, d. 1. október 1989.
13. Andvana stúlka, f. 7. nóvember 1933 í Húsadal.
14. Hallgrímur Þorgrímsson bifreiðastjóri, strætisvagnastjóri í Reykjavík, f. 26. desember 1936 í Húsadal, d. 3. maí 2011.

Einar var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim í Húsadal og Bræðraborg. Hann var sjómaður, síðan bifreiðastjóri.
Þau Erla eignuðust tvö fyrstu börn sín á Grímsstöðum. Þau bjuggu á Hólagötu 26 frá 1955.
Einar lést 1984. Erla bjó áfram á Hólagötu. Hún lést 2018 á Sjúkrahúsinu.

I. Kona Einars var Guðbjörg Erla Haraldsdóttir frá Nikhól, húsfreyja, verslunarmaður, verkakona, f. þar 21. júlí 1931, d. 5. júní 2018 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Börn þeirra:
1. Viðar Einarsson verkamaður, f. 3. febrúar 1953 á Grímsstöðum.
2. Matthildur Einarsdóttir húsfreyja, starfsmaður á leikskóla, verkakona, f. 16. febrúar 1954 Grímsstöðum. Maður hennar er Ríkharður Stefánsson.
3. Guðný Hrefna Einarsdóttir húsfreyja, þjónustufulltrúi, f. 24. júlí 1955. Barnsfaðir að þrem börnum er Sigurður Hlöðversson.
4. Ágúst Ómar Einarsson netagerðarmaður, bifvélavirki, smiður, f. 25. desember 1959 að Hólagötu 26. Barnsmóðir að þrem börnum er Ásdís Þórarinsdóttir.
5. Einar Birgir Einarsson húsasmíðameistari, f. 23. desember 1960. Kona hans er Guðrún Snæbjörnsdóttir.
6. Halla Einarsdóttir húsfreyja, ljósmyndari, f. 8. ágúst 1968. Barnsfaðir hennar er Hans Aðalsteinsson.
II. Barn Einars með Erlu Sigfrid Jónsdóttur, f. 11. október 1928, d. 23. apríl 2014:
7. Kristbjörg Einarsdóttir húsfreyja, kennari í Hafnarfirði, f. 29. október 1948. Maður hennar er Guðlaugur Ellertsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.