Emilía Filippusdóttir (Steinholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Emilía Filippusdóttir Snorrason frá Steinholti, húsfreyja fæddist 4. febrúar 1902 í Reykjavík og lést 25. nóvember 1996.
Foreldrar hennar voru sr. Filippus Magnússon, þá prestur á Stað á Reykjanesi, A-Barð., f. 16. júlí 1870, d. 26. september 1903, og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, þá á Miðjanesi í A-Barð., síðar húsfreyja í Eyjum, f. 15. september 1883, d. 4. apríl 1949.

Emilía var með móður sinni í Reykjavík, fluttist með henni og Þorsteini Hafliðasyni til Eyja 1907.
Hún ólst upp hjá þeim, var símastúlka 1920. Hún hélt til Reykjavíkur, sneri til Eyja 1922 og giftist Sigurði, en hann hafði flust til Eyja 1921.
Þau bjuggu á Lundi við giftingu, í Stakkholti við fæðingu andvana barns 1923, í Ásbyrgi við fæðingu skammlífs drengs 1925. Þau bjuggu í Frydendal 1927, í Franska spítalanum, Kirkjuvegi 20 1930, við fæðingu Eddu 1932 og enn 1933 við andlát hennar, en fluttust síðan til Keflavíkur.
Sigurður lést 1969, en Emilía fluttist til Reykjavíkur og síðan á Hrafnistu í Hafnarfirði og lést 1996.

I. Maður Emilíu, (10. ágúst 1922), var Sigurður Sívertsen Snorrason bankamaður, f. 31. maí 1895, d. 5. maí 1969.
Börn þeirra voru:
1. Andvana stúlka, f. 28. febrúar 1923 í Stakkholti.
2. Drengur, f. 26. júlí 1925 í Ásbyrgi, d. 28. júlí 1925.
3. Edda Sigurðardóttir Snorrason, f. 12. september 1932 í Franska spítalanum, Kirkjuvegi 20, d. 10. júní 1933.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ingibjörg Sívertsen.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.