Friðrikka Ingibjörg Einarsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Friðrikka Ingibjörg Einarsdóttir.

Friðrikka Ingibjörg Einarsdóttir húsfreyja fæddist 22. febrúar 1890 á Seyðisfirði og lést 12. mars 1979.
Foreldrar hennar voru Einar Guðmundsson trésmiður, sjómaður, síðar útgerðarmaður á Seyðisfirði, að síðustu hjá dóttur sinni í Eyjum, f. 22. ágúst 1855, d. 25. febrúar 1935, og kona hans Oddný Pétursdóttir húsfreyja, f. 24. janúar 1858, d. 18. október 1913.

Systir Friðrikku var
1. Kristín Hildur Einarsdóttir húsfreyja í Fagurhól, f. 9. júní 1884, d. 21. júní 1959.

Friðrikka Ingibjörg var með foreldrum sínum á Þórarinsstaðastekk í Seyðisfirði 1890 og 1901.
Hún giftist Vilhjálmi Ágústi 1909 á Seyðisfirði. Þau bjuggu á Bólstað 1910 við fæðingu Friðriks Vigfúsar, en á Hnausum í lok ársins. Þau byggðu húsið Vallanes og bjuggu þar í lok árs 1912 með Harald son sinn nýfæddan, en Friðrik Vigfús hafði látist á árinu.
Vilhjálmur Ágúst lést 1913.
Friðrikka Ingibjörg fluttist til Seyðisfjarðar 1913, giftist Runólfi Sigfússyni frá Stóru-Breiðavík í Reyðarfirði 1915. Þau bjuggu á Seyðisfirði eignuðust þar fjögur börn, en misstu eitt þeirra fárra vikna gamalt. Þau fluttust til Eyja 1924 með 4 börn og Einar föður Friðrikku Ingibjargar.
Þau Runólfur bjuggu í Hlíð, í Langa-Hvammi, 1926 í Breiðuvík við Kirkjuvegi 82, sem þau byggðu, og enn 1930 með 6 börn. Einar faðir hennar dvaldi hjá þeim. Þau voru á Sæbóli við Strandveg 50 1934.
Runólfur lést 1936. Eftir það bjó fjölskyldan fyrst á Bergi við Bárustíg, síðan á Velli við Kirkjuveg, Vegbergi við Skólaveg, en var komin í Fagurlyst 1940.
Síðar tókst fjölskyldunni að eignast hluta af Birtingarholti.
Friðrikka bjó að Fífilgötu 2, en í Hásteinsblokkinni við Gos. Hún fluttist þá til Reykjavíkur, bjó með Oddnýju dóttur sinni og lést 1979.

Friðrikka Ingibjörg var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (29. september 1909 á Seyðisfirði), var Vilhjálmur Ágúst Scheving útgerðarmaður og bátsformaður, f. 5. ágúst 1888, d. 29. mars 1913.
Börn þeirra voru:
1. Friðrik Vigfús Ágústsson, f. 26. mars 1910, d. 17. júlí 1912.
2. Haraldur Ágústsson, f. 14. janúar 1912, d. 29. september 1914.

II. Síðari maður Friðrikku Ingibjargar, (5. september 1915 á Seyðisfirði), var Runólfur Sigfússon bátsformaður og vélstjóri, f. 16. febrúar 1893 í Stóru-Breiðavík í Reyðarfirði, d. 29. september 1936. Börn Friðrikku Ingibjargar og Runólfs:
3. Oddný Hansína Runólfsdóttir matráðskona, f. 21. júní 1916, síðast í Reykjavík, d. 14. apríl 2005.
4. Einar Runólfsson vélstjóri, skipstjóri, f. 25. desember 1918, d. 10. mars 2019.
5. Sigfríður Runólfsdóttir, tvíburi, húsfreyja, f. 8. mars 1920, d. 12. nóvember 2017.
6. Hulda Runólfsdóttir, tvíburi, f. 8. mars 1920, d. 1. maí 1920.
7. Gústaf Runólfsson vélstjóri, f. 26. maí 1922, drukknaði 7. janúar 1950.
8. Dagmar Runólfsdóttir (Dagmar Anna McKinney) húsfreyja, f. 4. nóvember 1926. Hún giftist Bandaríkjamanni, bjó í Columbus, Indiana, lést 2. janúar 2023.
9. Sævaldur Runólfsson stýrimaður, vélstjóri, f. 10. ágúst 1930, d. 10. september 2023.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2006.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.