Garðar Sigurjónsson (veitustjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Garðar Sigurjónsson.

Garðar Sigurjónsson frá Borg við Heimagötu 3, raftæknifræðingur, rafveitustjóri, veitustjóri fæddist þar 22. október 1918 og lést 3. júni 2007 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Sigurjón Högnason verslunarstjóri, f. 7. júlí 1891 á Seljalandi u. V.-Eyjafjöllum, d. 21. mars 1958, og kona hans Kristín Þórðardóttir húsfreyja, leikkona, f. 29. febrúar 1888 í Ámundakoti í Fljótshlíð, d. 14. mars 1948.

Börn Kristínar og Sigurjóns:
1. Garðar Sigurjónsson veitustjóri, f. 22. október 1918, d. 3. júní 2007.
2. Högni Jóhann Sigurjónsson, f. 27. mars 1923, d. 13. desember 1927.
3. Högni Jóhann Sigurjónsson nemi í byggingalist, f. 23. júní 1929, d. 26. apríl 1956.

Garðar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk annars bekkjar prófi í Gagnfræðaskólanum 1933, var utanskóla í Reykholti í Borgarfirði 1933-1934. Garðar nam rafvirkjun í Kaupmannahöfn frá 1937 og síðan nam hann við Tækniskólann í Kaupmannahöfn-Electro Teknicum og útskrifaðist 1945.
Garðar vann rafvirkjastörf hjá Haraldi Eiríkssyni 1935-1937, vann hjá Rafmagnseftirliti Ríkisins við virkjunarrannsóknir á Vestfjörðum um hálfs árs skeið eftir heimkomuna frá Danmörku.
Hann hóf störf hjá Rafveitu Vestmannaeyja 1946 og vann að uppbyggingu riðstraumsveitu, sem eyðilagðist í Gosinu 1973. Stóð Garðar að uppbyggingu nýrrar veitu eftir Gosið. Hann varð tæknilegur framkvæmdastjóri Fjarhitunar og breyttist þá starfsheiti hans úr rafveitustjóra í veitustjóra.
Garðar hætti störfum 1986.
Þau Ásta Jóhanna giftu sig 1949, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Borg, síðast á Dverghamri 11.
Ásta Jóhanna lést 2006 og Garðar 2007.

I. Kona Garðars, (10. desember 1949), var Ásta Jóhanna Kristinsdóttir frá Eystri-Löndum, húsfreyja, f. 8. ágúst 1916, d. 29. október 2006.
Börn þeirra:
1. Þórir Garðarsson, f. 14. nóvember 1950. Kona hans Þórunn Einarsdóttir.
2. Kristín Garðarsdóttir, f. 2. júní 1953.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.