Kristín Þórðardóttir (Borg)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristín Þórðardóttir á Borg, húsfreyja og leiklistarkona fæddist 29. febrúar 1888 í Ásmundakoti í Fljótshlíð og lést 14. mars 1948.
Faðir hennar var Þórður húsmaður á Tjörnum undir Eyjafjöllum, í Ásmundakoti í Fljótshlíð og á Kirkjulandi í A-Landeyjum, f. 20. ágúst 1853, d. 21. október 1901, Loftsson bónda á Tjörnum þar, f. 13. ágúst 1822, d. 21. desember 1912, Guðmundssonar bónda í Strandarhjáleigu, f. 1787, d. 23. ágúst 1835, Halldórssonar, og konu Guðmundar, Þórunnar húsfreyju, f. 1798, d. 17. september 1843, Loftsdóttur.
Móðir Þórðar og kona Lofts á Tjörnum var Vilborg húsfreyja, f. 5. ágúst 1823, d. 12. júní 1890, Þórðardóttir bónda í Seljalandsseli, skírður 31. ágúst 1792, d. 3. júní 1856, Brynjólfssonar, og konu Þórðar í Seljalandsseli, Kristínar húsfreyju, skírð 3. desember 1779, d. 7. ágúst 1843, Erlendsdóttur.

Móðir Guðbjargar og kona Þórðar Loftssonar (1. janúar 1880) var Kristólína frá Miðey í A-Landeyjum, f. 23. október 1859 þar, flutti að Dal í Eyjum 1903 og lést 12. mars 1937, Gísladóttir bónda á Miðhúsum í Stórólfshvolssókn, f. 2. október 1829, d. 9. júlí 1897, Böðvarssonar bónda í Háakoti í Fljótshlíð, skírður 4. október 1793, d. 14. júlí 1836, Guðmundssonar bónda í Dalbæ í Hreppum, f. 1763, Böðvarssonar, og konu Guðmundar í Dalbæ, Guðrúnar húsfreyju, f. 1762, Sigurðardóttur.
Móðir Gísla á Miðhúsum og kona Böðvars í Háakoti var Guðrún húsfreyja þar 1835, f. 19. febrúar 1795, d. 3. september 1872, Gísladóttir bónda í Ormskoti í Fljótshlíð 1801, f. 1747, Jónssonar, og konu Gísla, Ragnhildar húsfreyju, f. 1757, Pálsdóttur.
Móðir Kristólínu í Dal og kona Gísla á Miðhúsum var Elín húsfreyja, f. 30. apríl 1836, d. 18. desember 1916, Jónsdóttir bónda í Miðey, f. 7. júlí 1792, d. 5. janúar 1837, Jónssonar bónda á Ljótarstöðum í A-Landeyjum, f. 1766, d. 2. apríl 1842, Þorkelssonar, og konu Jóns á Ljótarstöðum, Margrétar húsfreyju, f. 1765, d. 18. júlí 1834, Hreinsdóttur.

Systkini Kristínar í Eyjum voru:
1. Magnús Þórðarson formaður í Dal, f. 21. september 1879, d. 14. janúar 1915. Kona hans var Ingibjörg Bergsteinsdóttir húsfreyja, f. 24. janúar 1879, d. 2. september 1968.
2. Jóhanna Guðrún Þórðardóttir húsfreyja í Vestra Stakkagerði, f. 2. apríl 1882, d. 3. september 1923. Maður hennar var Bernótus Sigurðsson formaður og útgerðarmaður, f. 20. apríl 1884, d. 12. febrúar 1920.
3. Guðbjörg Þórðardóttir húsfreyja á Fífilgötu 3, f. 31. ágúst 1894, d. 4. desember 1984, kona Árna Þórarinssonar hafnsögumanns, f. 25. maí 1896, d. 18. janúar 1982.
4. Ágúst Þórðarson fiskimatsmaður á Aðalbóli, f. 22. ágúst 1893, d. 26. ágúst 1977. Hann var kvæntur Viktoríu Guðmundsdóttur húsfreyju, f. 22. febrúar 1897, d. 12. janúar 1995, og
5. Gísli Þórðarson sjómaður í Dal, f. 10. júní 1896, d. 13. febrúar 1920. Kona hans var Rannveig Vilhjálmsdóttir f. 20. apríl 1895, d. 19. október 1970.

Kristín var með fjölskyldu sinni í Ásmundakoti í Fljótshlíð 1890, léttastúlka í dvöl á Steinsstöðum 1901. Hún var hjú í Garðhúsum hjá Gunnari Ólafssyni og Jóhönnu Eyþórsdóttur 1910-1911, var vinnukona í Dal 1912, á Hrafnagili 1913 og vann við verslun, og síðan í Vík 1916-1917.
Þau Sigurjón giftu sig 1917 og fluttu á Borg og bjuggu þar næstu áratugina, eignuðust 3 syni þar, en misstu einn þeirra á 5. árinu.
Kristín tók gildan þátt í leiklistarstarfsemi í Eyjum á fyrri hluta 20. aldar eins og lesa má í Leiklistarsögu Vestmannaeyja skráðri af Árna símritara í Bliki.

Maður Kristínar, (1. desember 1917), var Sigurjón Högnason forstjóri, f. 7. júlí 1891, d. 21. mars 1958.
Börn þeirra:
1. Garðar Sigurjónsson veitustjóri, f. 22. október 1918, d. 3. júní 2007.
2. Högni Jóhann Sigurjónsson, f. 27. mars 1923, d. 13. desember 1927.
3. Högni Jóhann Sigurjónsson nemi í byggingalist, f. 23. júní 1929, d. 26. apríl 1956.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.