Gissur Ó. Erlingsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Gissur Ólafur Erlingsson.

Gissur Ólafur Erlingsson frá Brúnavík í N-Múl., löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, fulltrúi, loftskeytamaður, stöðvarstjóri, umdæmisstjóri, þýðandi fæddist 21. mars 1909 í Brúnavík og lést 18. mars 2013 á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Erlingur Filippusson grasalæknir frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi, V-Skaft., f. 13. desember 1873 í Kálfafellskoti, d. 25. janúar 1967, og kona hans Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1881 á Gilsárvöllum í Borgarfirði eystra, d. 28. maí 1934.

Börn Kristínar og Erlings:
1. Jón Erlingsson vélstjóri, f. 25. apríl 1908, drukknaði 29. júní 1941.
2. Gissur Ólafur Erlingsson löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, fulltrúi, loftskeytamaður, stöðvarstjóri, umdæmisstjóri, þýðandi, f. 21. mars 1909, d. 18. mars 2013.
3. Stefanía Erlingsdóttir Eyjolfsson húfreyja í Vancouver í Kanada, f. 21. apríl 1910, d. 2. október 1992.
4. Gunnþórunn Erlingsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 10. ágúst 1911, d. 12. september 1997.
5. Sveinbjörn Erlingsson vélstjóri í Reykjavík, f. 28. mars 1913 á Hjalla, d. 8. febrúar 1996.
6. Þorsteinn Erlingsson, verkstjóri í Reykjavík, f. 21. júlí 1914, d. 10. júní 2001.
7. Soffía Erlingsdóttir, f. 18. júní 1916, d. 24. júní 1916.
8. Óli Filippus Erlingsson verkamaður í Reykjavík, f. 10. júlí 1917, d. 14. desember 1954.
9. Ásta Kristín Erlingsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 12. júní 1920, d. 8. júlí 2005.
10. Soffía Erlingsdóttir húsfreyja á Helluvaði á Rangárvöllum, f. 24. september 1922, d. 16. júlí 2004.
11. Regína Magdalena Erlingsdóttir húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 30. september 1923, d. 20. janúar 2018.
12. Einar Sveinn Erlingsson verkamaður í Reykjavík, f. 3. mars 1926, d. 12. febrúar 2014.

Gissur var með foreldrum sínum í æsku, á Gilsárvöllum 1910-1918, síðan í Reykjavík.
Hann varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1928, stundaði nám í læknisfræði um skeið, lauk prófi í Loftskeytaskólanum 1941.

Gissur var löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, háseti á síldarbáti, vann við sjókortalagningu, var fulltrúi hjá bæjarfógeta í Vestmannaeyjum, dómtúlkur í landhelgisbrotamálum og víðar, loftskeytamaður á skipum Eimskipafélagsins á stríðsárunum, vann skrifstofustörf hjá Ríkisútvarpinu, ritstjóri Sjómannablaðsins Víkings, skrifstofustjóri Farmanna- og fiskimannasambandsins, starfsmaður Landsímans, kennari í 4 ár á Eiðum, stöðvarstjóri endurvarpsstöðvar Ríkisútvarpsins þar í 13 ár, en 1965 stöðvarstjóri Pósts og síma í Neskaupstað og síðar á Siglufirði, en síðustu árin umdæmisstjóri Pósts og síma á Seyðisfirði til 1977. Að lokum fór hann um tíma í hlutastarf hjá bæjarfógetanum á Akureyri í 13 ár, en 1965 stöðvarstjóri Pósts og síma í Neskaupstað og síðar í Siglufirði, umdæmisstjóri Pósts og síma á Seyðisfirði. Að lokum fór hann um tíma í hlutastarf hjá bæjarfógetanum á Akureyri.

Hann var eftir það búsettur á Siglufirði, þá á Selfossi, í Garðabæ og síðast í Reykjavík.
Gissur þýddi nokkur leikrit og smásögur til flutnings í útvarpi og auk þess hátt á annað hundrað bækur, bæði skáldrit og fræðibækur. Hann hafði náð 100 ára aldri, er hann þýddi síðustu bók sína. Einnig stundaði hann skjalaþýðingar að nokkru marki.
Hann var virkur í Rótaryhreyfingunni og var umdæmisstjóri hennar á Íslandi 1975-76. Hann var stofnfélagi í golfklúbbum Vestmanneyja (1938), Neskaupstaðar (1965) og Siglufjarðar (1970). Þau Mjallhvít giftu sig 1931, eignuðust sex börn, bjuggu á Grímsstöðum við Skólaveg 27, á Gjábakka við Bakkastíg og í Björk við Vestmannabraut 47. Þau skildu 1942.
Þau Valgerður giftu sig 1944, eignuðust eina kjördóttur.
Valgerður lést 2006 og Gissur 2013 104 ára.

I. Kona Gissurar, (12. september 1931, skildu), var Mjallhvít Margrét Jóhannsdóttir Linnet frá Tindastóli, húsfreyja, f. 22. október 1911, d. 21. nóvember 1972.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Unnur Gissurardóttir Erlingson húsfreyja, ljóðskáld, f. 16. janúar 1932 á Tindastóli, d. 29. mars 2020. Maður hennar Jón Sigurðsson.
2. Kristján Linnet Gissurarson símatæknimaður, tónlistarkennari, f. 1. febrúar 1933 á Grímsstöðum. Kona hans Bjarney Halldóra Bjarnadóttir.
3. Erlingur Þór Gissurarson véltæknifræðingur, f. 2. mars 1934 á Gjábakka, d. 4. nóvember 2009. Kona hans Erla Hilmarsdóttir.
4. Gissur Pétur Gissurarson skipstjóri, f. 17. maí 1935 á Gjábakka. Fyrrum kona hans Guðrún Mikaelsdóttir.
5. Kristín Gissurardóttir húsfreyja, f. 17. apríl 1938 í Björk. Maður hennar Páll Vilhjálmsson, f. 23. maí 1940.
6. Jón Örn Gissurarson verkamaður, f. 29. september 1939 í Björk. Fyrrum konur hans Dís Guðbjörg Óskarsdóttir og Elísabet Árný Tyrfingsdóttir. Kona hans Brynhildur Guðmundsdóttir.

II. Síðari kona Gissurar, (16. september 1944), var Valgerður Magnúsína Óskarsdóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja, f. þar 2. desember 1917, d. 10. október 2006.
Barn þeirra, kjörbarn:
7. Auður Harpa Gissurardóttir, f. 14. janúar 1951. Maður hennar Steingrímur Örn Jónsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.