Mjallhvít Linnet

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Mjallhvít Margrét Linnet.

Mjallhvít Margrét Linnet frá Tindastóli, húsfreyja fæddist 22. október 1911 og lést 21. nóvember 1972.
Foreldrar hennar voru Jóhann Pétur Pétursson sjómaður, verslunarmaður í Reykjavík, f. 20. desember 1884, d. 1914, og kona hans Jóhanna Eyjólfa Ólafía Seymour Júlíusdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1890 í Reykjavík, d. 29. apríl 1968.
Kjörfaðir hennar var Júlíus Kristján Linnet sýslumaður, bæjarfógeti, f. 1. febrúar 1881 í Reykjavík, d. 11. september 1958.

Börn Jóhönnu og Kristjáns:
1. Henrik Adolf Kristjánsson Linnet læknir, f. 21. júní 1919, d. 6. júní 2014.
2. Elísabet Lilja Linnet innheimtustjóri, f. 1. nóvember 1920, d. 8. september 1997.
3. Stefán Karl Linnet flugumferðarstjóri, ljósmyndari, loftskeytamaður, útsendingarstjóri RÚV, f. 19. nóvember 1922, d. 10. maí 2014.
4. Hans Ragnar Linnet aðalgjaldkeri, f. 31. maí 1924, d. 23. maí 2002.
5. Bjarni Eggert Eyjólfs Linnet póst- og símstöðvarstjóri, f. 1. september 1925, d. 6. september 2013.
6. Anna Kristín Linnet húsfreyja, f. 24. júní 1927, d. 23. nóvember 2021.
Dóttir Jóhönnu og kjörbarn Kristjáns var
7. Mjallhvít Margrét Linnet húsfreyja, f. 22. október 1911, d. 21. nóvember 1972.
Fósturdóttir var
8. Kristín Ásmundsdóttir húsfreyja, rannsóknamaður, f. 26. febrúar 1932, d. 19. júní 2020.

Mjallhvít var með móður sinni í Reykjavík, síðar í Eyjum.
Þau Gissur giftu sig 1931, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Grímsstöðum við Skólaveg 27, á Gjábakka við Bakkastíg og í Björk við Vestmannabraut 47. Þau skildu 1942.
Mjallhvít bjó í Ytri Njarðvík við fæðingu dætra sinna með mr. Brown.
Þau J. S. Brown giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu. Þau bjuggu í Missouri 1951-1964.
Mjallhvít bjó síðast í Karfavogi 56. Hún lést 1972.

I. Fyrri maður hennar, skildu, var Gissur Ó. Erlingsson löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, fulltrúi, loftskeytamaður, stöðvarstjóri, umdæmisstjóri, þýðandi, f. 21. mars 1909 í Brúnavík, N.-Múl., d. 18. mars 2013 á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Unnur Gissurardóttir Erlingson húsfreyja, ljóðskáld, f. 16. janúar 1932 á Tindastóli, d. 29. mars 2020. Maður hennar Jón Sigurðsson.
2. Kristján Linnet Gissurarson símatæknimaður, tónlistarkennari, f. 1. febrúar 1933 á Grímsstöðum. Kona hans Bjarney Halldóra Bjarnadóttir.
3. Erlingur Þór Gissurarson véltæknifræðingur, f. 2. mars 1934 á Gjábakka, d. 4. nóvember 2009. Kona hans Erla Hilmarsdóttir.
4. Gissur Pétur Gissurarson skipstjóri, f. 17. maí 1935 á Gjábakka. Fyrrum kona hans Guðrún Mikaelsdóttir.
5. Kristín Gissurardóttir húsfreyja, f. 17. apríl 1938 í Björk. Maður hennar Páll Vilhjálmsson.
6. Jón Örn Gissurarson verkamaður, f. 29. september 1939 í Björk. Fyrrum konur hans Dís Guðbjörg Óskarsdóttir og Elísabet Árný Tyrfingsdóttir. Kona hans Brynhildur Guðmundsdóttir.

II. Síðari maður Mjallhvítar, skildu, var J. S. Brown frá Kansas City í Missouri í Bandaríkjunum, húasmiður, f. 7. nóvember 1923, látinn.
Börn þeirra:
7. Elisabeth Anna Brown, f. 17. febrúar 1949. Hún býr á Selfossi. Maður hennar Davíð Markússon.
8. Margrét Ragnheiður Björnsdóttir (hét áður Margrét Ragnheiður Brown), f. 17. febrúar 1949. Hún býr í Mosfellsbæ. Maður hennar Steingrímur Vigfússon.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.